Það eru ýmsar óskrifaðar reglur í þessu lífi. Flest erum við nokkuð meðvituð um þær en sumir sko – nei, þeir ætla bara ekkert að ná þeim. Samkvæmt The Huffington Post eru ýmsir hlutir sem aldrei skal láta út úr sér á stefnumóti – þetta vita margir og passa sig á að skarta aðeins sparihliðinni svona fyrst um sinn. En aðrir eru ekki alveg eins meðvitaðir um hvað má og hvað má ekki þegar kemur að stefnumótum.
Lítum á málið:
1. ,,Subway er uppáhalds veitingastaðurinn minn. Og sko McDonalds þegar ég er í útlöndum. ”
2. ,, Jú, ég á mína eigin íbúð. Það eru tvö svefnherbergi í henni – mamma mín býr að vísu í öðru þeirra, en það truflar hana ekki neitt þó að þú komir heim með mér.”
3. ,,Hvað ertu með í tekjur?”
4. ,,Vá, þú ert með rosalega góða matarlyst.”
5. ,,Ég safna uppstoppuðum dýrum.”
6. ,,Þegar ég var í fangelsi…”
7. ,,Ég gúgglaði þig í gær.”
8. ,,Hey, tökum selfie!”
9. ,,Þú minnir mig svo mikið á pabba minn – það er eiginlega skuggalegt.”
10. ,,Ég held ég gæti elskað þig.”
11. ,,Þú ert of sæt/ur til þess að vera einhleyp/ur.”
12. ,,Hvað hefur þú sofið hjá mörgum af Tinder?”
13. ,,Ég vill ekki hljóma eins og karlremba en…”
14. ,,Ég er ekki að leita að langtíma sambandi.”
15. ,,Mín/minn fyrrverandi sagði alltaf…”
16. ,,Ferðu oft á stefnumót?”
17. ,,Börnin okkar yrðu örugglega alveg ótrúlega falleg.”
18. ,,Ég vil bara verða ástfangin/n – sem allra fyrst.”
19. ,,Ég þarf að skreppa á salernið – það gæti tekið smástund.”
20. ,,Ég elska börn. Eeeelska þau!”
Tengdar greinar:
Þóttist vera látin til að sleppa við stefnumót
Hvað ef allir væru 100% heiðarlegir á stefnumótasíðum?
Stelpur prófa stefnumótaráð Cosmo með hræðilegum árangri
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.