Athyglisbrestur og ofvirkni, oft kallað ADHD í daglegu tali, er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt snemma fram eða fyrir 7 ára aldur og getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun.
Það eru þónokkuð margir sem eru með ADHD hér á landi og hefur orðið mikil vakning á seinustu árum vegna þessarar röskunnar.
Buzzfeed tók saman skemmtilegan lista yfir vandamál sem aðeins þeir sem eru með ADHD geta skilið.
1. Þegar þú þarft að vinna í opnu rými sem er ekki eins og hljóðlegasta, tómlegasta og leiðinlegasta bókasafn í heimi
2. Þú horfir svo mikið í kringum þig á allt sem er í gangi að þú lítur út fyrir að vera með ofsóknaræði
3. Skammtímaminnið er lélegt. Þú mannst ekki hvort þú tókst lyfin þín og til þess að muna það þarftu að hafa tekið lyfin þín
4. Þú ert hvatvís með eindæmum og gerir skrýtna hluti án þess að hugsa um afleiðingarnar
5. Þú veltir fyrir þér hvenær það er í lagi að fara AFTUR á klósettið svo þú getir aðeins fengið að hreyfa þig
6. Ef einhver gengur um á hávaðasömum skóm er ekkert í heiminum nógu áhugavert til að halda athygli þinni
7. Það sama á við um hringitóna og smáskilaboðahljóð
8. Þegar þú gengur inn í herbergi getur það tekið þig smá stund að muna hvað þú ætlaðir að gera í þessu herbergi
9. Ef þú færð smáskilaboð og svarar því ekki strax, muntu líklega ALDREI gera það
10. Ef þú tekur ekki lyfin þín geturðu gert marga hluti í einu
11. En ef þú tekur lyfin þín getur þú einbeitt þér, til hins ítrasta
12. Fólk trúir því ekki að þú sért með ADHD af því „það eru bara börn sem eru með ADHD“
13. Þér líður svona þegar fólk talar um að það sé „með svo mikinn athyglisbrest í dag“ eins og ADHD sé bara hattur sem þú getur sett á þig og tekið af þér
14. Fólk heldur því fram að þetta sé ekki alvöru röskun og að „allir af þinni kynslóð séu með þetta“
15. Fólk spyr þig hvort þú hafir ekki bara gert þér þetta upp til þess að fá lyfin
16. Og það sem verra er, sumum dettur í hug að spyrja þig hvort þau megi prófa eina svona pillu
17. Fólk á það líka til að segja að þetta sé bara agaleysi! Það er ekki rétt