20 vísbendingar um að þú hafir fundið réttu ástina

Að byrja í sambandi getur verið rosalega spennandi, af því við vitum aldrei hvert það mun stefna, hvað við munum koma til með að læra um hina manneskjuna og hvað framtíðin ber í skauti sér.

Jafnvel í stöðugum samböndum og langtímasamböndum koma stundum upp efasemdir, sem láta okkur íhuga hvort að við höfum virkilega fundið hinn eina rétta eða þá einu réttu, sálufélaga, lífsfélaga, sanna ást, hvað sem við viljum kalla það. Hefur þú fundið þessa ást í maka þínum, sem lætur þig ekki efast um framhaldið?

Sjá einnig: Ástin samkvæmt skilningi ungra barna

Þegar við hugsum um sálufélaga, hugsum við um þessa einu manneskju sem er þarna úti, sem er eins og hún hafi verð sérniðin að okkur. Manneskju sem fullkomnar okkur og getur ferðast með okkur í okkar lífsferðalagi. Þessi sem er eins og púsluspilið sem vantaði í þig, sem gerir þig heila/n. 

Óvissa er ekki góð þegar kemur að samböndum. Að eyða of miklum tíma í að hafa áhyggjur af því hvort þú hafir valið rétt er í raun oft tilgangslaust. Bestu samböndin byrja með möguleikum, óvissu, von og neista sem gæti mögulega orðið að einhverju stórkostlegu.

sálu

Hér eru nokkur merki þess að þú hafir fundið þessa manneskju sem þú ert búin/nn að vera að leita að:

1. Samskipti eru nokkuð sem þú þarft ekki að hafa fyrir, af því þau koma að sjálfum sér.

2. Þið skiptist á að “gefa og taka”, gerið jafn mikið fyrir hvort annað.

3. Þú getur ímyndað þér manneskjan verði með þér þegar þú uppfyllir drauma þína.

4. Þeim líður vel með að prófa hluti sem þú vilt prófa.

5. Þeim líður vel heima með þér að slaka á.

6. Þú getur treyst manneskjunni fyrir öllu.

7. Hann/hún sér það góða í göllum þínum.

8. Þið eruð sammála um þann tíma sem þið viljið vera ein.

9. Erfiðleikar sýna þeirra sterkustu hliðar en ekki þær verstu.

10. Það er ekki öskrað, hótað eða röflað yfir smámunum á milli ykkar.

11. Er sú manneskja sem hin finnur öryggi hjá, þar sem þið eruð eins og þið eruð ein í heiminum.

12. Þið getið virt skoðanir hvors annars og verið ósammála.

13. Þér kemur vel saman við vini hans og hennar.

14. Að vera fúll yfir einhverju skapar slæma orku, svo fyrirgefning kemur á undan rifrildi.

15. Samkenndin er innprentuð í ykkur og þarfnast ekki meðvitaðrar ákvörðunar.

17. Ef þið eruð gift, gætuð þið hugsað ykkur að gifta ykkur aftur og aftur.

18. Ef þið eigið börn, eru þið tvö í liði í uppeldinu og aldrei aðskilin.

19. Þið takið mark á ráðleggingum ykkar til hvors annars.

20. Hjartað þitt og innri tilfinning eru sammála um að hann/hún sé rétta manneskjan.

Síðast en ekki síst, þá viljið þið bæði allra mest að þið séuð hamingjusöm og heilbrigð, þó að leiðir ykkar myndu skilja.

Það eru mörg merki þess að þú gætir mögulega verið búin/n að finna réttu manneskjuna, en fæst sambönd passa inn í hugtakið sálufélagi. Að finna þann rétta eða þá réttu er ekki auðvelt, en við viljum öll koma heim og líða ennþá eins og allt verði í lagi á endanum.

Ef þér líður vel í þínu sambandi og grunar aldrei að eitthvað sé eins og það á ekki að vera, þá ert þú í góðum málum, en ef það er lítil rödd innra með þér sem segir að þetta samband sé ekki fyrir þig, þá skaltu ekki eyða tíma þínum, því innri röddin hefur yfirleitt rétt fyrir sér.

SHARE