Monthly Archives: August 2014

Sjúklega flottar og svæfandi röntgenmyndir af LIÐAMÓTUM: GIF

Á ljósmyndunum sem sjá má hér að neðan sést starfsemi liðamóta mannlíkamans og það á einkar hrífandi máta; en mannslíkaminn er útbúinn fjórum megingerðum liðamóta. Fæstir velta því fyrir sér hvernig liðamótin eru samsett eða hvernig útlimirnir hreyfast til - fyrr en líkamshlutinn fer að valda þeim sársauka. En það verður að segjast sem er að GIF myndirnar hér...

Pabbi og dóttir taka dúett í bílnum – Myndband

Þetta er svo fyndið og svo sætt. Aðallag þessara síðustu mánaða, Let It Go er hér tekið af föður og dóttur sem taka það af mikilli innlifun. Pabbinn þekkir lagið greinilega líka en samt alls ekki eins vel og litla prinsessan aftur í. http://youtu.be/vkLozgvYvLs

Tjarnarbíó iðar af lífi: Ljóðakvöld, Leyndarmálavika og Listagetterí við Tjörnina

„Ljóðakvöldið heppnaðist mjög vel. Við fórum út í spunaljóð og örljóð og skutum hvort á annað, en andrúmstloftið var létt-djazzað og skemmtilegt” svarar Hugrún Margrét Óladóttir, sem starfar sem vaktstjóri á Kaffi- og Ölstofunni í Tjarnarbíói Reykjavíkur. Gamla kvikmyndahúsið hefur gengið í endurnýjum lífdaga sinna og verða menningarviðburðir af ýmsum toga áberandi á næstu mánuðum, rjúkandi heitt verður á könnunni...

Lögreglumaður bjargar manni frá því að stökkva fram af brú! Myndband

Lögreglumaður sem var á reglubundnu eftirliti á laugardaginn bjargaði mannslífi þegar hann keyrði fram á mann sem var við það að stökkva fram af brú. Þegar lögreglubíllinn nálgaðist veifaði maðurinn til lögregluþjónsins og setti annan fótinn yfir handriðið en náði ekki lengra því laganna vörður var fljótur að vippa sér út úr bílnum og grípa manninn. Þetta virðist vera...

Celine Dion hættir við tónleikaferðalag vegna veikinda eiginmanns hennar

Söngkonan Celine Dion hefur hætt við væntanlega tónleikaferð um Asíu vegna veikinda eiginmanns hennar Rene Angelil. Celine mun leggja ferilinn á hilluna um óákveðinn tíma en tónleikar hennar í Las Vegas hafa einnig verið settir á ís. Söngkonan er með fastan samning við hótelið Caesars Palace í Las Vegas þar sem hún heldur reglulega tónleika fram til ársins 2019. Rene...

Fáðu skóladótið heim að dyrum – Þetta er ekki flókið

Sumarið var kannski ekki eins sólríkt og við hefðum viljað, en það er samt að verða búið, ótrúlegt en satt. Grunnskólarnir eru að um það bil að fara að hefjast og hversdagsleikinn og rútínan mun taka mörgum foreldrum og börnum opnum örmum. Það er í ýmsu að snúast áður en skólinn hefst, það þarf að endurnýja útiföt, því þessi börn...

Tíundi hver Íslendingur notar þunglyndislyf!

Læknar ávísa þunglyndislyfjum við ýmsum sjúkdómum eins og streitu, feimni, átröskun, kvíða, tíðaverkjum, lágu sjálfsmati, vægu þunglyndi og jafnvel sem fyrirbyggjandi meðferð, þ.e. til að koma í veg fyrir þunglyndi. Þá eru sjúklingar alls ekki alltaf upplýstir um hugsanlegar aukaverkanir lyfjanna sem geta í einstaka tilfellum verið alvarlegar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri úttekt danska...

Þær sigruðust á krabbameini – Sjáðu hvað þær gerðu – Myndir

Þessar þrjár litlu stúlkur áttu mynd sem fór víða á netinu, fyrr á þessu ári. Þær áttu það sameiginlegt þegar myndin var tekin að vera allar með krabbamein og á myndinni halda þær utan um hver aðra og er þessi mynd alveg ofsalega falleg. Stúlkurnar þrjár, þekktust ekki áður en þær veiktust og snertu hjörtu milljóna manna með myndinni...

„Við vorum duglegri að henda okkur í sleik og svona“ – Myndband

Sigga talar um það í þessu myndbandi hvað hlutirnir breytast með aldrinum: „Þegar við vorum yngri stelpur, þá vorum við duglegar að henda okkur í sleik á miðjum böllum og allavegana vangadansa og svona. Núna er þetta orðið þannig að fólk er orðið pissfullt niðrí bæ og veit ekkert hvaða vitleysing það dregur með sér heim.“ Sigga talar um að...

Fjögur ráð fyrir fína fætur

Það getur komið fyrir hvern sem er að fá þurra fætur og sprungur í hæla. Það getur borgað sig að gefa fótunum gaum, fara í fótabað reglulega og jafnvel dekra smá við fæturna með snyrtingu og nuddi. Margir eru berfættir yfir sumarið og sumir lenda í að fá slæman fótaþurrk og sprungur sem jafnvel blæðir úr.  Það eru til ýmsar vörur...

„Hún er farin… að eilífu“ – Dramatísk uppgötvun lítillar stúlku – Myndband

Hin 4 ára gamla Cadence var að leika sér með myndavél með bræðrum sínum. Hún eyddi óvart út einni mynd, alveg óafvitandi og varð miður sín þegar hún komst að því að myndin hafði verið af góðum vini hennar „Uncle Dave“. Hún vildi senda þessi skilaboð til „Uncle Dave“ http://youtu.be/eUbjsL1rsmA Góðu fréttirnar eru að Dave sendi aðra mynd og allt er orðið...

Klámstjörnu misþyrmt grimmilega af fyrrum kærasta – Sjáið myndirnar af áverkum

Klámmyndastjarnan Christy Mack, 23 ára, varð fyrir grimmilegri líkamsárás á dögunum, en það var hennar fyrrverandi kærasti sem framdi verknaðinn. Hann er kallaður War Machine en heitir Jonathan Koppenhaver og er MMA bardagakappi. Samkvæmt lögreglu barði hann Christy og annan aðila sem var gestkomandi á heimili hennar að það þurfti að leggja þau bæði inn á spítala. Þessar myndir eru skelfilegar...

15 hlutir sem er ómögulegt að gera tignarlega – Myndband

Þetta er alveg ótrúlega rétt, já og drepfyndið! http://youtu.be/0mxezOu1Rx4

Skál í boðinu: Dásamlegar staðreyndir um kaffi – Myndband

Sötrar þú kaffi á vinnutíma? Felur jafnvel bollann, þverneitar að vera á fjórða skammti og skammast þín fyrir alla kaffeininntökuna? Ekki fara í felur! Fylltu á bollann! Sötraðu að vild! Kaffi leysir boðefnið Dopamin úr læðingi og framkallar vellíðunartilfinningu, en rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þeir sem drekka 2 - 3 kaffibolla á dag eru líklegri til að lifa...

Kyntáknið og stórleikkonan Lauren Bacall (89) er látin

Kyntáknið og kvikmyndaleikkonan Lauren Bacall er látin, 89 ára að aldri, en hún andaðist á heimili sínu í gærmorgun. Lauren skilur eftir sig gnægð stórmynda sem hún ljáði röddu sína og andlit á löngum ferli á hvíta tjaldinu en Lauren var goðsögn í lifanda lífi og er ein fremsta kvikmyndaleikkona sem Hollywood hefur státað af. Lauren, sem gift var stórleikaranum og...

12 ára íslensk stúlka á einhverfurófi svikin illilega um faglega fylgd á flugvellinum í Billund

Tólf ára gömul íslensk stúlka á einhverfurófi varð strandaglópur á flugvellinum í Billund, Danmörku eftir að SAS aflýsti flugi til Stokkhólms þann 19 júlí sl. og mátti dúsa á flugvellinum í heila tvo klukkutíma án eftirlits áður en upp komst. Faðir stúlkunnar, sem einnig er íslenskur og er búsettur í Danmörku, hafði þó reitt fram 500 krónur danskar sem samsvarar...

Bústaðir sem henta öllum – Einföld leið til að leigja bústaði

Búngaló er sérstaklega hönnuð vefsíða fyrir útleigu á sumarhúsum á hinum ýmsu stöðum hérlendis og erlendis og hefur verið starfandi frá því árið 2010. Vefsíðan er hugsuð sem milliliður milli eigenda sumarhúsa og hugsanlegra leigjenda og er alveg einstaklega þægileg og einföld leið til að leigja sér bústað. Það kannast allir við að vera að reyna að redda sér bústað...

Hörmulegur endir á lífi leikarans Robin Williams – Dánarorsök liggur fyrir

Á mánudag greindi Hún.is frá þeim hörmulega atburði að leikarinn Robin Williams hafi fallið fyrir eigin hendi 63 ára að aldri. Samkvæmt lögreglu þá fannst leikarinn á heimili sínu á mánudag en aðstoðarkona hans kom að honum meðvitundarlausum og hringdi á neyðarlínuna. Robin var svo úrskurðaður látinn 2 mínútur yfir 12 sama dag. Á blaðamannafundi á þriðjudagsmorgun greindu lögregluyfirvöld í Marin...

Rómantísk stemming í mykrinu

Þrátt fyrir að við séum mörg heilluð af björtum sumarkvöldum eftir dimman vetur, hafa allar árstíðir sinn sjarma. Núna þegar nær dregur hausti og dökkar nætur taka völdin, er um að gera að grípa tækifærið og nota tímann á rómantískan hátt og vona að haustlægðirnar láti bíða eftir sér. Garðarnir okkar eru ennþá í fullum skrúða og bjóða upp á...

Auðveldasta leiðin að fullnægingu

Ef þú vilt geta endað ástarleiki þína með hvelli í hvert einasta skipti lestu þá þetta. Hvað ef ég segði þér að það væri til efni sem gerði það að verkum að leið þín að fullnægingu væri mun auðveldari, myndir þú trúa mér? Spenntu beltin því að ég ætla að ljóstra upp smá leyndarmáli. Næstum 50% af konum og körlum sem notað...

Fæddist eftir aðeins 26 vikna meðgöngu – Myndband

100 daga verkefnið heitir þessi myndaþáttur. Þetta er hann Walker Colt Pruett og hann fæddist eftir aðeins 26 vikna meðgöngu. Hér er hægt að sjá breytinguna sem varð á þessari litlu hetju á aðeins 100 dögum. http://youtu.be/b8M0S8hAahw

HONY myndar eftirlifendur átaka í rauntíma – Magnaður myndaþáttur

Mögnuð heimildarsería í rauntíma um stríðshrjáð svæði heimsins rís nú á Facebook gegnum síðuna Humans of New York, en ferðalagið sem kostað er af Sameinuðu þjóðunum mun standa yfir í heila 50 daga hlýtur að taka skelfilega á fyrir Brandon, sem stendur að baki síðunni og fær túlk með sér til fararinnar.   Hafir þú ekki þegar rekist á Facebook síðu...

9 manngerðir sem eru líklegri til að halda framhjá – Rannsókn

Engan hef ég enn rekist á sem þráir að ganga í hjónaband með flagara, hvað þá raðlygara sem ræður vart við sig í návist annarra. En þó ótryggðin sé fólki í blóð borin, koma elskhugar og ástkonur því miður ekki með leiðarvísi. Oft er erfitt að greina milli lyga og sannleika og því um að gera...

Cosmo birtir brúðarmynd af íslenskri stúlku öllum að óvörum

Látlaus og gullfalleg ljósmynd af íslenskri brúði með hrífandi og kvenlega hárgreiðslu er meðal myndefnis sem prýðir stórglæsilegan myndaþátt á síðum Cosmopolitan, en ljósmyndin hefur verið valin til sýnis við fjölmarga erlenda myndaþætti á netinu í tengslum við fallega brúðarförðun og kvenlega uppsett hár.   Cosmopolitan valdi myndina til sýnis í myndaþætti sínum í maí síðastlíðnum en hvorki brúðurin sjálf, sem...

10 ráð til að koma sér aftur í rútínu áður en skólarnir byrja

Nú er sumarið að líða undir lok og börn og ungmenni víða um land fara að hefja skólagöngu á ný. Margir foreldrar kannast við það hversu erfitt getur verið að koma rútínunni í gang og fá börnin til að vakna snemma og fara að sofa á skikkanlegum tíma. Þetta er ekki einungis erfitt fyrir börnin því foreldrarnir þurfa sjálfir að...

Uppskriftir

Ertu oft með útþaninn maga?

Það þekkja það margir að fá útþaninn maga reglulega. Oft má rekja það til lofts en svo eru stundum einhverjar aðrar ástæður...

Áströlsk bomba með karamellusósu

Þessi sæta lystisemd er frá Matarlyst og er æðislega góð. Hráefni 470 g döðlur3.5 dl...

Hjónabandssæla

Þessi klassíska og stórgóða kaka kemur úr smiðju Ragnheiðar sem heldur úti Matarlyst á Facebook. Hráefni1 ½ bolli Hveiti3...