Árið 2018 var mjög forvitnilegt í tískugeiranum og fengum við að sjá allskonar skemmtilega hluti. Marga þeirra höfðum við séð áður en suma hreinlega átti maður eiginlega ekki von á að sjá.
View this post on Instagram
Píkukollur litu dagsins ljós á tískusýningu þar sem að Suður-Kóreyski hönnuður þeirra sagði að þær væru bæði algjört 70´s throwback, til tíma þar sem að konur báru brúsk sinn með stolti og óður til þeirra kvenna sem á árinu 2018 hafa leyft líkamshárum sínum að vaxa, eins og til dæmis Miley Cirus og Paris Jackson.
View this post on Instagram
Samkvæmt hönnuðinum eru kollurnar í raun kallaðar „Merkins“ sem komu fyrst á 16. öldinni eftir að vændiskonur urðu að raka af sér skapahárin vegna heilsuvandamála. Notuðu þær þá þessar kollur (Merkins) til þess að láta kúnna halda að þær væru enn með skapahárin sín.
View this post on Instagram
Hvað finnst ykkur, eigum við að skilja kollurnar eftir í 2018 eða er þetta komið á óskalistann?
Heimildir: https://mommyneedsvodka.com/
Anna Karen er tveggja barna móðir búsett í höfuðborginni. Hún er mikill húmoristi og elskar allt sem má kalla „tabú“.
Anna er mjög ofvirk og gleymin en er með hjartað um það bil á réttum stað. Jákvæðni og gleði er það sem hún vill deila til allra þeirra sem lesa greinarnar hennar ásamt því að markmið hennar er að taka þátt í að stuðla að bættri líkamsímynd og betra sjálfstrausti í samfélaginu.
„Að sýna hlýju, þolinmæði og skilning er með því dýrmætasta sem við getum gefið. En aðeins ef við getum gefið okkur það sjálf“- AKS