21 árs gömul leikkona látin

Leikkonan Skye McCole Bartusiak lést 19. júlí. Hún lék í The Patriot, dóttur Mel Gibson og er einna þekktust fyrir það hlutverk. Hún var bara 21 árs.

Skye lést á heimili sínu í Houston en dánarorsök hafa verið rakin til flogakasta sem hún hefur verið að fá upp á síðkastið, en enn hefur ekkert verið staðfest. 

Kærasti Skye kom að henni þar sem hún sat upp rétt í rúminu sínu og segir móðir Skye, Helen, að þau telji að hún hafi kafnað í einu flogakastinu og af því hún var ein, hafi ekkert verið hægt að gera.

Helen hóf endurlífgun strax og þegar sjúkraflutningarmennirnir komu tóku þeir við. Þeir reyndu í 45 mínútur að lífga hana við en það bar ekki árangur.

Hún lék líka í The Cider House Rules árið 1999 og hefur leikið gestahlutverk í 24, House og CSI.

 

 

SHARE