Fólk getur átt það til að láta ýmislegt flakka og oft getur það verið frekar óviðeigandi. Það gefur auga leið að við getum ekki vitað um allt sem aðrir hafa gengið í gegnum og þar af leiðandi gerum við okkur ekki alltaf grein fyrir hvar viðkvæmu blettir fólks eru.
Nokkur atriði virðast oft vera verri en önnur og má þar nefna sem dæmi holdarfar fólks (eins og t.d. þegar konum er óskað til hamingju með bumbubúann þegar það kannsi er alls enginn búi í bumbunni!), barneignir (jæja.. hvenær á svo að koma með annað?) og áfengisdrykkja (ætlarðu ekki að fá þér í glas? Ertu kannski ólétt eða…?). Alveg er ég viss um að flest okkar höfum við gerst sek um einhverskonar óviðeigandi athugasemdir.
Hér eru nokkur dæmi sem tekin voru saman af ungri konu sem kýs að neyta ekki áfengis. um það sem ekki skal segja við fólk sem kýs að drekka ekki áfengi:
1. Þú ert svo upptrekkt: Ég vil kannski vera vel við stjórn en það þarf ekki að þýða að ég kunni ekki að skemmta mér eða slaka á.
2. Æ kommon, lifðu nú aðeins: Alkóhól er engin nauðsyn til að hafa gaman af lífinu.
3. Það eina sem ég vil er að sjá þig drukkna/drukkinn: Því miður en þá er það ekki að fara að gerast og ef það að sjá mig drukkna er það eina sem þú vilt fá út lífinu í kvöld, er kominn tími til að setja markið hærra.
4. Mér mun takast að fylla þig: Nei, það mun ekki takast alveg eins og ég ætla mér ekki að reyna að fá þig ofan af því að fá þér í glas. Fólk tekur sínar ákvarðanir sjálft og það að reyna að fá mig til að skipta um skoðun varðandi ákvörðun mína um að neyta ekki áfengis mun ekki bera árangur.
5. Er það út af trúarlegum skoðunum?: Hvort sem það er vegna þess eða ekki, á það að ég skuli neita áfengi, ekki að réttlæta yfirheyrslutaktík um lífstíl minn.
6. Hvernig ferðu að þessu svona edrú?: Er það í alvöru athugavert að vera að tala við fólk í partý þegar maður er edrú?
7. Þér hlýtur að finnast ég vera algjört klúður: Nei, alls ekki. Þó svo þú drekkir en ekki ég finnst mér ekkert að þér.
8. Ertu ekkert forvitin?: Nei, ef ég væri það fengi ég mér einfaldlega drykk.
9. Ég ætla að bjóða þér drykk: Takk, en sparaðu bara peninginn því ég mun ekki drekka hann.
10. Heldur þú að þú sért eitthvað betri en við?: Alkahól er drykkur, ekki mælikvarði á hversu hátt (eða lágt) settur þú ert í samfélaginu. Svo nei, ég bara vil ekki drykk.
11. Þér hlýtur að finnast leiðinlegt að vera þar sem drukkið fólk er: Ef mér finnst leiðinlegt einhvers staðar, þá bara fer ég.
12. Hvað gerirðu þá ef þú ert ekki að drekka?: Það sama og þú nema bara ekki með alkóhól í hönd. Fer á bari, skemtistaði, partí og fleira. Það er vel hægt að skemmta sér og drekka vatn.
13. Finnst þér þú ekki vera að missa af einhverju? Ef mér þætti það, þá bara fengi ég mér drykk. Plús það að sögur af þynnku láta mér líða mjög vel með það að drekka ekki.
14. Hvað ertu gömul? Ertu orðin nógu gömul til að drekka?: Já, reyndar er ég nógu gömul en takk fyrir hrósið.
15. Við hvað ertu hrædd?: Ekkert, ég hreinlega hef bara ekki áhuga.
16. Æ, við buðum þér ekki því þú drekkur ekki og við héldum að þér myndi bara leiðast: Ef ég hefði áhyggjur af því að mér mundi leiðast mundi ég bara ekki koma en það er sárt að vera ekki boðið.
17. Það að þú ert ekki að drekka, gerir það erfiðara fyrir mig að ná til þín: Reyndu bara að kynnast mér og þá muntu örugglega ná til mín að einhverju leyti.
18. Þú hlýtur að hafa miklar sögur af okkur þegar þú horfir á okkur svona edrú: Auðvitað, það skemmtilegasta sem ég geri er að safna sögum og það er eina ástæðan fyrir að ég drekk ekki! Reyndar er ég ekki að dæma neinn, hættið að dæma mig.
19. Þér hlýtur að vera svo illa við þetta: Bara vegna þess að ég kýs að drekka ekki, er ekki þar með sagt að ég sé alfarið á móti alkóhóli, það er bara ekki fyrir mig.
20. Ég drekk vanalega ekki svona mikið, í alvörunni: Þú þarft ekki að réttlæta né verja þína drykkju fyrir mér.
21. Í alvöru, af hverju ekki? Gerðu það!: Þú getur haldið áfram að biðja mig en svarið verður áfram nei. Ég mun bara verða pirraðari við hverja spurning.
22. Ekki vera svona glötuð: Ó nei, hættan á að vera ekki nógu svöl! Hlusta ekki á þetta!
Virðum hvort annað nógu mikið til að taka tillit til þess sem við ákveðum. Allir hafa sínar ástæður og munum að aðgát skal höfð í nærveru sálar!
Inga er fædd og uppalin í Reykjavík fyrir utan 2 ár sem hún bjó fyrir vestan í Bolungarvík. Þessi gifta, þriggja barna móðir er menntuð snyrtifræðingur og hefur unnið við það síðan 2006. Snyrtifræðin á stóran hluta af hug hennar og fagnaði hún þessu tækifæri að fá að skrifa greinar og jafnvel fá að aðstoða lesendur við vanda/spurningar sem þeir mögulega hafa.