Í stað þess að halda partý eða veislu á 22 ára afmælisdaginn sinn ákvað pakistanski kvikmyndagerðarmaðurinn Syed Muzamil Hasan Zaidi að halda upp á daginn með því að gera 22 góðverk.
Góðverkin fólust t.d. í að gefa fólki á götunni drykki og góðgæti á heitum degi, þvo bílrúður, skrifa þakkarbréf til lögregluþjóna og kennara, gefa blöðrur á munaðarleysingjaheimili og fleira.
“Sköpum samfélag þar sem að við höfum hvort annað jafnvel þó að ríkisstjórnin og fyrirtæki vinni gegn okkur” segir Sved í lok myndbandsins.
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”wskG18saKk0″]
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.