Tveggja barna móðirin Rifca Stanescu var einungis 12 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn, stúlkuna Maríu. Hún ráðlagði dóttur sinni að feta ekki í fótspor hennar og bíða með barneignir, en stúlkan eignaðist samt soninn Ion þegar hún var einungis 11 ára.
Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þessi kona ekki líta út fyrir að vera 23 ára
Rifca hafði gifst skartgripasalanum Ionel Stanescu þegar hún var 11 ára og hann 13 ára. Þau stungu af vegna þess að Rifca var hrædd um að pabbi hennar myndi vilja gifta hana eldri manni í bænum sem þau bjuggu í, Investi í Rómaníu. Fjölskylda hennar fyrirgaf henni þó þegar hún eignaðist dóttur sína Maríu, en móðir Rifcu varð þá langaamma 40 ára!
Rifca eignaðist soninn Nicolae þegar hún var 13 ára, ári eftir að María fæddist, unga mamman reyndi að telja Maríu á að stunda skólann. María var hinsvegar ekki á því og gifti sig 10 ára og eignaðist fyrsta barn sitt 6 mánuðum síðar. Rifca segir um barnabarn sitt Ion “ég er ánægð að vera amma en ég hefði viljað meira fyrir Maríu”
Yngsta amma Bretlands var 26 ára frá Rotherham, Yorks.
Ætli þetta sé eitthvað ættgengt eða tengist uppeldi? hvað er það sem gerir það að verkum að kynslóð eftir kynslóð eignast börnin á unga aldri?
Ef þetta væri á Íslandi yrði þetta líklega horft alvarlegum augum & yrði líklega sakamál, það að 10 ára stúlka verið ólétt er auðvitað bara svo langt frá því að vera eðlilegt!