24 örugg merki þess að þú sért móðir

Á síðunni www.wemothers.com voru notendur (mömmur) spurðar að því hvað það táknaði að vera mamma. Hér eru svör þeirra, þýdd og staðfærð.

 

Þú veist að þú ert mamma þegar:

1) Í stað þess að hlaupa frá ælugusu, hleypur þú að henni.

2) Þú gerir meira á 7 mínútum en flestir gera allan daginn.

3) Happy hour þýðir klukktímann frá því að börnin fara að sofa og þar til þú ferð að sofa.

4) Þú ert lengur að jafna þig eftir eitt djammkvöld en eftir smá aðgerð.

5) Vínglas telur sem einn ávöxtur.

6) Þú átt daglega smá-sálfræðistundir með hverjum sem vill hlusta á þig.

7) Að fara ein í matvörubúð er eins og frí.

8) Þú getur upplifað himnaríki og helvíti á sama tíma.

9) Þú skiptir líkamlegum sársauka í þrennt: sársauki, þjáningarfullur sársauki og að stíga á Lego.

10) Þú hefur hæfileika til að heyra hnerra gegnum lokaðar dyr um miðja nótt, tveimur herbergjum frá, á meðan karlinn þinn hrýtur við hliðina á þér.

11) Þú vilt frekar hafa 40 stiga hita en að börnin þín þurfi að vera veik.

12) Þú vilt frekar fara að sofa en að stunda kynlíf.

13) 15 mínútna sturta með lokaða hurð er eins og dagur í spa.

14) Að pissa með áhorfendur er hluti af daglegri rútínu.

15) Þú notar blautþurrkur til að þurrka upp af gólfum og af mælaborðinu í bílnum.

16) Þú læsir þig inn á klósetti og þykist vera með niðurgang bara til að fá smá frið.

17) Þú elskar miðnæturopnun í Kringlunni og hun.is

18.  Þú átt faldar birgðir af súkkulaði, af því að í hreinskilni sagt ertu hundleið á að deila með öðrum.

19) Þú ert búin að þvo sömu þvottahrúguna þrjá daga í röð af því að þú gleymdir að hengja upp úr vélinni.

20) Þú áttar þig á að þú hefur verið að horfa ein á Dóru, börnin þín fóru inn í rúm fyrir meira en hálftíma.

21) Þú getur eldað mat, gefið brjóst, talað í símann og öskrað á börnin, allt án þess að missa taktinn eða að missa af neinu í sjónvarpsþáttunum sem þú ert líka að horfa á.

22) Þú verður spenntari yfir Hagkaupsblaðinu en Nýtt líf.

23) Þú ákveður að eiga bílinn þinn áfram næsta áratuginn af því að a) þú hefur ekki efni á að skipta og b) þú hefur ekki ennþá fundið þvottastöð sem getur náð öllum mjólkurblettunum og glimmernum úr.

24) Að bursta tennurnar í lok dags er eins og meiriháttar afrek.

 

 

SHARE