25 atriði til að myndast sem best

Í dag eru allir að taka svokallaðar “selfie” og því er um að gera að læra að “pósa” og kunna ráð til að myndast sem best. Eftirfarandi ráð eru sögð hjálpa okkur að ná fram okkar eigin innri Gisele. [new_line]

  1. Ef þú átt það til að blikka þegar myndir eru teknar er ráðlagt að loka augunum áður en myndin er tekin og opna þau svo hægt og rólega þegar taka á myndina. Ekki aftur hálf-lokuð augu!
  2. Til að forðast að fá undirhöku, lengið hálsinn og ýtið andlitinu fram á við. Einnig á að stinga enninu fram og setja hökuna örlítið niður á við. Þetta gæti virkað frekar vandræðalegt en mun líta mjög vel út.
  3. Passið upp á að farðinn sé örugglega í réttum lit. Samkvæmt make up artistanum Fiona Stiles, sem hefur undirbúið stjörnur á borð við Halle Berry, Jessica Chastain og Elizabeth Banks fyrir rauða dregilinn, verður mjög áberandi ef farðinn er of ljós þegar flassið skellur á húðina. Passið upp á að andlit og bringa séu örugglega í sama tón og bætið smá farða á hálsinn ef hann er ljósari (sem er hjá flestum).
  4. Uppbrett augnhár og maskari eru algjört “möst”. Báðir þessir hlutir láta augun virka opnari og augun eru þungamiðja myndarinnar. Þú vilt ná að draga fólk inn í myndina þannig að það er um að gera að gera sem mest úr augunum. Því opnari sem þau eru, því meira ljós glampar á þeim.
  5. Skoðaðu uppáhalds myndirnar þínar af þér og sjáðu hvort þú tekur eftir einhverju mynstri. Eru þær teknar frá ákveðnum vinkli? Brosirðu á ákveðinn hátt? Reyndu að herma eftir uppáhalds stellingunum þínum næst þegar myndir verða teknar af þér.
  6. Prufaðu þetta gamla trikk sem stjörnurnar nota á rauða dreglinum: Settu tunguna upp í góminn á bak við tennurnar til að brosið verði ekki kjánalega stórt.
  7. Fylltu upp í augabrúnirnar. Brúnirnar skipta sköpum í öllum svipbrigðum og geta látið okkur líta út fyrir að vera vel vakandi eða hreinlega sviplaus á myndum. Ef þú veist að þú verður ljósmynduð er jafnvel hægt að nota dekkri augabrúnalit en þú vanalega notar vegna þess að svona hlutir líta úr fyrir að vera ljósari á mynd en þeir eru í raun.
  8. Vertu viss um að hárið glansi. Sniðugt er að nota glans sprey til að fá fallegan glans og vill hárgreiðslumeistarinn Serge Normant meina að það skipti sköpum að hafa þetta í lagi. Sjörnur sem hann hefur unnið með eru til dæmis Julia Roberts, Reese Witherspoon, Julianne Moore og Sarah Jessica Parker.
  9. Ef hárið er úfið mun það sjást enn betur á mynd en í raunveruleikanum. Notið hársprey eða olíu til að slétta hárið og minnka rafmagn. Sniðugt er að spreyja í hendurnar til að það fari ekki of mikið, það er svo auðvelt að stjórna magninu sem fer í hárið ef við setjum fyrst í hendurnar og berum svo í hárið.
  10. Horfið í áttina að ljósi áður en mynd er tekin af þér því það minnkar ljósopin í augunum og minnkar þá líkurnar á að augun verði rauð.
  11. Er óvænt myndataka? Prufaðu þennan 5 sekúndna undirbúning: Þerraðu yfir andlitið með bréfi og klíptu í kinnarnar til að fá smá roða í þær (já, þetta er gamaldags en það virkar).
  12. Gervitársdropar hjálpa til við að láta augun líta bjartari út og meira vakandi. Sem dæmi um svona dropa má nefna Visine, fást í apótekum.
  13. Kinnalitur er algjörlega nauðsynlegur. Án smá litar í kinnum, lítur andlitið út eins og það sé í tvívídd. Notaðu bleikleitan kinnalit á “epli” kinnarinnar til að skyggja andlitið.
  14. Hugsaðu um sjónarhorn. Það er sjaldnast fallegt að horfa beint í myndavélina, reyndu þess í stað að snúa höfðinu um þriðjung til að ná betra sjónarhorni og til að andlitslögun þín fái að njóta sín.
  15. Prófaðu uppstillingu rauða dregilsins: Settu eina hönd þína á mjöðmina, snúðu líkamanum á hlið og horfðu í áttina að myndavélinni. Þetta er algjör klisja en virkar til að láta þig líta út fyrir að vera grennri.
  16. Forðist að nota mikið glimmer í andlitið. Allt sem glitrar á húðinni getur orðið allt of mikið á mynd. Smá glitur er í góðu lagi en ef þú er með feita húðgerð mun húðfitan ýkja allan glans.
  17. Glimmer á líkamann fyrir neðan háls er aftur allt annað mál. Burstið viðbein og axlir með smá glimmer púðri (shimmer powder).
  18. Standið við hvítan vegg. Ljós bakgrunnur mun láta andlit þitt vera bjartara. Við not á hvítum bakgrunni hjálpar það myndavélinni einnig að stilla litina þannig að húðlitur þinn verður ekki of bleikur og ekki of gulur.
  19. Notaðu bjartan tón á varalit. Dökkur varalitur getur látið varirnar virka minni en þær eru svo forðist dökka, matta varaliti. Þeir elda okkur og gera okkur ekkert gott á mynd.
  20. Taktu fleiri myndir en færri! Fólk sem heldur að það myndast illa á það til að vilja taka færri myndir í það heila, en ljósmyndun er leikur að meðaltali, ef svo má að orði komast. Jafnvel Kate Moss nær ekkert endilega fullkomnri mynd í fyrstu töku. Því fleiri myndir sem teknar eru, því meiri líkur eru á að þú verðir ánægð með eina eða tvær af þeim.
  21. Mynd sem tekin er aðeins fyrir ofan þig og niður á við kemur mun betur út en ef hún er tekin að neðan og upp. Ef þú er hávaxnari en sá sem tekur myndina, fáðu þér þá sæti.
  22. Forðastu að standa beint fyrir neðan ljós því þá geta myndast skuggar á andlitinu sem eru ekki endilega að gera góða hluti. Þess í stað ætti að reyna að standa fyrir framan náttúrulega birtu eins og við glugga eða þar sem mild birta kemur á þig á hlið.
  23. Vertu með eitthvað í höndunum. Mögulega getur hjálpað þér að slaka á að halda á einhverju eins og blómum, og jafnvel getur það bætt persónuleika í myndina.
  24. Til að fá glampa í augun, horfðu í átt að ljósi. Lampi eða ljós á skreyttu jólatré, sem dæmi, geta búið til fallegan glampa í augun.
  25. Slepptu því að segja síííís. Hugsaðu þess í stað um eitthvað fyndið eða jafnvel grínastu í ljósmyndaranum. Náttúrulegt bros slær út gervi bros í hvert skipti.
SHARE