Hver elskar ekki mæður? Og allt sem að þær gera fyrir okkur.
Hér eru 25 hlutir sem móðir mín kenndi mér:
1. Um vel unnið verk: ef að þið ætlið að drepa hvort annað, gerið það úti. Ég var að klára að þrífa.
2. Um trú: þú skalt biðja fyrir að ég nái þessu úr teppinu.
3. Um tímaferðalög: ef að þú tekur ekki til, þá flengi ég þig yfir í næstu viku!
4. Um rökfræði: af því að ég sagði það.
5. Um meiri rökfræði: ef að þú dettur úr rólunni og hálsbrýtur þig, þá kemstu ekki með mér í búðina.
6. Um fyrirhyggju: vertu í hreinum nærfötum, ef að þú skyldir lenda í slysi.
7. Um kaldhæðni: hættu að grenja eða ég gef þér eitthvað til að grenja yfir.
8. Um himnuflæði: lokaðu munninum og borðaðu matinn þinn.
9. Um búksnúning: sjáðu skítinn aftan á hálsinum á þér.
10. Um úthald: þú situr kyrr þar til spínatið er búið.
11. Um veðurfar: herbergið þitt lítur út eins og stormsveipur hafi farið þar um.
12. Um hræsni: ég er búin að segja það einu sinni og búin að segja það milljón sinnum. Engar ýkjur!
13. Um hringrás lífsins: ég kom þér í heiminn og ég get komið þér út honum aftur.
14. Um atferlishegðun: hættu að láta eins og pabbi þinn.
15. Um öfund: það eru milljón börn sem hafa það verra en þú og eiga ekki jafn frábæra foreldra og þú.
16. Um eftirvæntingu: bíddu bara þangað til við komum heim.
17. Um að þiggja: þú skal sko fá það óþvegið þegar við komum heim!
18. Um líffræði: ef að þú hættir ekki að ranghvolfa í þér augunum, þá festast þau þannig.
19. Um dulskynjun: farðu í peysu, heldurðu að ég viti ekki þegar þér er kalt?
20. Um húmor: þegar sláttuvélin sker af þér tærnar, ekki koma hlaupandi til mín.
21. Að verða fullorðins: ef að þú borðar ekki grænmetið þitt, þá muntu aldrei verða stór.
22. Um erfðir: þú ert alveg eins og pabbi þinn.
23. Um ættfræði: lokaðu dyrunum, heldurðu að þú sért fæddur í hlöðu?
24. Um visku: þegar þú kemst á minn aldur, muntu skilja þetta.
25. Um réttlæti: einn daginn munt þú eignast börn og ég vona að þau verði alveg eins og þú!
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.