26 setningar sem mæður drengja segja mjög reglulega

Flestir foreldrar eru eflaust sammála um að þeir segja marga hluti við börn sín sem þeir héldu að þeir myndu ALDREI segja, áður en þeir urðu foreldrar.

Þó að strákar séu alveg yndislegir þá eru þetta setningar sem mæður drengja segja mjög reglulega:

  1. Ekki vera með hendurnar ofan í buxunum þínum….. þetta er dónaskapur
  2. Farðu í buxurnar þínar aftur
  3. Já þú verður að vera í nærbuxum og það er útrætt
  4. Typpið á að vera í buxunum
  5. Passaðu að klósettsetan skelli ekki á litla vininn þegar þú pissar
  6. Þú færð verðlaun ef þú kemur þér núna inn í sturtuna…. NÚNA!
  7. Þú átt ekki að þurrka þér um munninn með peysunni þinni
  8. Þó að þú getir pissað úti, þýðir það ekki að þú eigir að gera það
  9. Hver á þessar nærbuxur, þú eða bróðir þinn? Og af hverju eru þær á gólfinu?
  10. Ekki vera að fikta í typpinu þínu
  11. Farðu nú í peysu, við eigum von á gestum
  12. Ekki vera að kveikja í hlutum hérna á heimilinu
  13. Ekki setjast á bróður þinn meðan þú ert nakinn takk fyrir
  14. Ekki vera að pissa á systur þína
  15. Nei fjarstýringin verður eftir hérna heima
  16. Þú átt ekki að þvo bílana þína í klósettinu
  17. Passaðu að þvo rassinn vel í sturtunni
  18. Guð minn góður! Komdu og leyfðu mér að klippa neglurnar þínar áður en þú slasar þig á þeim
  19. Hættu nú að bora í nefið
  20. Ekki vera að fikta í rassinum þínum
  21. Varstu í alvöru að sleikja þennan orm?
  22. Burstaðir þú tennurnar? Með tannkremi?
  23. Skeindir þú þér? Af hverju ekki?
  24. Eru þetta sömu sokkar og þú varst í, í gær?
  25. Nei það er ekki í lagi að prumpa við matarborðið
  26. Þú varst að borða! Nei það er ekki kominn matartími aftur, þú átt að fara að sofa

 

Heimildir: The Stir

SHARE