28 atriði sem flugmenn segja ekki frá

 

Tímaritið Readers´s Digest í Bandaríkjunum spurði 17 atvinnuflugmenn í Bandaríkjunum um leyndarmáli sín, og deildu þeir sögum og hvers kyns fróðleik sem þeir hafa ekkert verið að segja frá hvort sem um leyndarmál er að ræða eða ekki.

,,Einn flugstjóri hjá stóru flugfélagi í Bandaríkjunum segist til að mynda vera undir mikillri pressu að fljúga með eins lítið eldsneyti á vélinni og hægt er og hafa eldsneytismagnið alveg við lágmarksmörk.”

,,Stundum fáum við ekki tíma til að borða og það hefur komið upp atvik þar sem seinkun hefur orðið á fluginu sem hefur stafað af því að flugmennirnir urðu hreinlega að fá sér eitthvað í gogginn” – aðstoðarflugmaður hjá litlu flugfélagi í Bandaríkjunum.

,,Við segjum farþegum það sem þeir þurfa að vita og við segjum ekki frá því sem gæti hrætt buxurnar af þeim – þannig ég mun aldrei segja. “Dömur mínar og herrar – það kom upp bilun í hreyfli” – þótt það sé sannleikurinn – Jim Tilmon, fyrrverandi flugstjóri hjá American Airlines.

,,Samgönguráðuneytið hefur gert svo miklar kröfur um að við séum á áætlun að við fáum ekki að seinka fluginu og hinkra smá þótt að 20 tengifarþegar séu alveg í þann mund að ná vélinni” – Atvinnuflugmaður frá Norður-Karólínu

,,Sannleikurinn er sá að við erum stundum dauðþreyttir og vinnureglurnar leyfa okkur að vera á vakt í 16 klukkustundir án þess að hvílast sem er meira en flutningarbílstjórar þurfa að aka – nema flutningarbíljstóri getur stoppað á næsta hvíldarstað við hraðbrautina og lagt sig – við getum ekki stoppað á næsta skýi” – Flugstjóri hjá stóru flugfélagi”

,,Sumar reglur frá Bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) eru alveg út í hött. Þegar vélin er í 39.000 fetum á 800 kílómetra hraða og í þann mund að fara gegnum ókyrrð eða þrumuský, þá er allt í lagi þótt að flugfreyjurnar séu að labba um vélina og hella heitu kaffi í bolla hjá farþegum – en þegar vélin er á jörðu niðri og er að taxa eftir flughlaðinu á 15 kílómetra hraða þá þurfa þær að sitja og festa sætisólarnar eins og þær væru í kappakstursbíl” – Jack Stephan, flugstjóri hjá US Airways síðan 1984.

,,Sumir flugvellir hafa það stuttar brautir að lendingin mun aldrei geta orðið mjúk, hversu góðir sem flugmennirnir eru. Þessir flugvellir eru t.d. John Wayne-flugvöllurinn í Kaliforníu, Midway í Chicago og Reagan National í Washington”

,,Þótt ég sé í flugmannabúning þá þýðir það ekki að hægt sé að spyrja mig til vega á flugvelli. – Ég er á svo mörgum flugvöllum að ég hef ekki hugmynd um hvar klósettið er” – Flugstjóri frá Charlotte, N.C.

,,Yfirleitt lýsir mjúk lending góðum flugmanni (ekki nema aðstæður og veðurskilyrði bjóða ekki upp á mjúka lendingu) – þannig ef þú vilt segja eitthvað við flugstjórann ef þú rekst á hann á leið frá borði, segðu þá “góð lending” – við kunnum að meta það” – Joe D´Eon.

,,Nei það er ekki ímyndun – þegar sagt er að flugið taki 2 klukkustundir þá gera flugfélögin ráð fyrir öllu og hafa vaðið fyrir neðan sig. Þannig mun flugtíminn líklegast vera 1 klukkustund og 45 mínútur í staðinn fyrir 2 tímar” – Flugstjóri hjá AirTran

Hvenær á að hafa áhyggjur?

,,Það er eitt þegar flugstjórinn setur sætisbeltaljósin á fyrir farþega – og annað þegar hann segir áhöfn að setjast – þá er greinilega eitthvað mikið framundan og sennilega mikil ókyrrð eða óveðurský” – John Greaves, fyrrum flugmaður frá L.A.

,,Það er ekkert sem heitir lending á vatni – það kallast að brotlenda á vatni eða í sjó” – Flugstjóri frá Suður-Karólínu

,,Að ferðast með ungabarn og láta það sitja á fótunum þínum getur verið mjög hættulegt ef það kemur snögg ókyrrð – en yfirvöld meta það sem svo að ef farþegar með börn væru tilneyddir til að borga aukasæti fyrir börnin þá væri það svo dýrt að fólk myndi frekar kjósa að keyra og hafa barnið í barnabílstól – það væri samt enn hættulegra þar sem mun meiri líkur eru á að lenda í bílslysi en flugslysi” – Patrick Smith

Hvenær á EKKI að hafa áhyggjur?

,,Flugmönnum finnst skrítið að farþegar séu hræddir við ókyrrð – ókyrrð getur ekki valdið flugslysi og vængirnir eru ekki að fara rifna af – við flugmenn forðumst ókyrrð og reynum að sneiða hjá henni því það pirrar okkur” – Patrick Smith, flugmaður.

,,Fólk spyr oft: “Hvað er það hræðilegasta sem við höfum lent í?” – Ég svara alltaf: “Það var rútuferðin frá flugvellinum upp á hótelið” – Jack Stephan, flugstjóri.

,,Ég hef tvisvar flogið í gegnum þrumuveður þar sem vélin fékk á sig eldingu – flestir flugmenn hafa lent í því og flugvélar eru smíðaðar til að þola það. Það kemur hávær hvellur og blossi. Þú ert ekki að fara hrapa” – Flugstjóri í Bandaríkjunum.

Það sem flugmenn skilja ekki

,,Það myndi engum detta í hug að keyra á hraðbrautinni á 90 kílómetra hraða án þess að vera í belti. En um leið og við tökum af sætisbeltaljósin þegar við erum á 900 kílómetra hraða, þá tekur helmingur farþega af sér beltin. Ef við fljúgum inn í snögga ókyrrð þá mun hausinn á þér berjast upp í loftið í vélinni”

,,Ef þú ætlar að setja sætið niður þá í Guðanna bænum líttu fyrir aftan þig og athugaðu hvort að farþeginn fyrir aftan þig er með fartölvu á borðinu. Fólk hefur ekki hugmynd um hversu margar fartölvur eyðileggjast þar sem farþegar negla sætinu niður með vanvirðingu um hvað farþeginn fyrir aftan þá er að gera” – John Nance.

,,Það er enginn einn staður í vélinni sem er öryggari að sitja í frekar en annar. Í einu flugslysi geta farþegarnir aftast verið dánir og í því næsta lifa flestir af sem sátu aftast” – John Nance.

Góð ráð fyrir þá sem eru flughræddir

,,Þægilegustu sætin eru oftast þau sem eru næst vængnum. Þar sem mestu hoppinn og ónotin eru er að sitja aftast í vélinni”

,,Ef þú ert flughræddur, bókaðu þá morgunflug. Hitinn frá jörðinni yfir daginn eykur líkurnar á ókyrrð og mun meiri líkur á þrumuferði seinni part dags” – Jerry Johnson, flugstjóri frá Los Angeles.

,,Ég er svo þreytt á því að heyra “vá, ertu kvennflugmaður” – hvenær heyrir maður einhvern segja við blökkumann: “vá, ertu svartur flugmaður” – kona sem er flugmaður hjá litlu flugfélagi í Bandaríkjunum.

Reglurnar skýrðar út

“Fólk skilur ekki af hverju það má ekki nota farsímann í flugi. Ef 12 farþegar ætla að hringja í einhvern fyrir lendingu til að segja að þeir séu alveg að lenda þá getum við fengið falskar upplýsingar á stjórntækin sem segja að við séum í hærri flughæð en vélin er í raun” – Jim Tilmon.

“Við biðjum farþega um að setja upp spjöldin í glugganum svo að flugliðarnir geti séð út um gluggann af öryggisástæðum og einnig til að meta hvoru megin sé betra að rýma vélina ef upp kemur neyðartilvik”

Inn í flugstjórnarklefanum

,,Sofa flugmenn í stjórnklefanum? – Auðvitað, yfirleitt er það þá 10 mínútna kría meðan hinn er vitaskuld vakandi” – John Greaves.

,,Fólk heldur að flugvélarnar fljúga sjálfur. Það er hinsvegar ekki rétt. Hún getur flogið sjálf en við erum alltaf með hendurnar á stýrinu og bíðum eftir því að sjálfstýringin fari í rugl – og það gerist reglulega” – Flugstjóri frá Suður-Karólínu.

,,Eitt skiptið flaug ég með Boeing 747 fraktvél og var í jump-sætinu. Um leið og flugmennirnir lokuðu hurðinni fór aðstoðarflugmaðurinn í slopp og í sandala – án gríns. Hann sagði: “Ég ætla ekki að vera í jakkafötum og með bindi til að gera mig sætann fyrir hrúgu af kössum” – Flugmaður frá Texas.

,,Við erum ekki með flugmannahúfuna á okkur í stjórnklefanum.” Það er þannig í bíómyndum og myndasögum.

Greinin er tekin inná Allt um flug en síðuna má finna hér.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here