Ég er alveg einstaklega hrædd við kóngulær (jú það má skrifa kónguló, eins og könguló). Ég þoli ekki að fá þær inn heima hjá mér og ég vil ekki að vefurinn þeirra komi nálægt mér né að þær séu að væflast um og vefa á pallinn hjá mér.
Það væri alveg gaman að búa erlendis og í hlýrra loftslagi, en ég er ekki viss um að þau skordýr sem fylgja þessu heita loftslagi væri eitthvað sem myndi heilla stelpu eins og mig sem bilast og missir allt kúl þegar hún sér eina krabbakónguló á vappi á kalda Íslandi.
Það eru oft skemmtilegar myndir inni á Buzzfeed og mér var bent á þessa myndaseríu, um 29 ástæður þess að það er bilun að fara til Ástralíu. Ég held ég geti verið sammála, eins mikið og mig langar að heimsækja þetta land þá þyrfti ég örugglega að vera á róandi lyfjum allan tímann.
1. Hér er eðla étin af snák2. Krókódílar drepa svona um það bil 20 manns á ári. Aðallega ferðamenn3. Ég veit að hún myndi ekki drepa mig en ég myndi eflaust verða skíthrædd við stóra og stæðilega leðurblöku4. Þessi fiskur/fiskaskrímsli hér fyrir ofan gerði þetta. 5. Bara smá krókódíll….. Afsakið en þetta er bara RISAEÐLA6. Kyrkislanga getur kíkt í heimsókn í búðir7. Hákarlar eru líka þekktir fyrir að éta fólk í Ástralíu8. Já og svo er þessi litli, sakleysislegi, EITRAÐI kolkrabbi 9. Það koma svona snákar upp í klósettið hjá manni. 10. Þessir eru árlegir gestir í Ástralíu11. Stærsta og ógeðslegasta marglytta sem ég hef séð og eflaust ekki sniðugt að koma við hana12. Þeir segja sem til þekkja að þetta sé bara venjulegur dagur í Ástralíu13. Eitruð margfætla ….14. Þetta er fiskurinn sem er á mynd 4 líka. Hann er fiskur sem þykist vera kóralrif…. BAAAA15. Þessi marglytta er með nóg eitur í sér til að drepa 60 manns. BJAKK! 3 af hverjum 10 deyja á innan við 30 mínútum eftir að komast í tæri við þessa, jafnvel þó þeir fái aðstoð. Þessi lenti í marglyttu eins og þessari hér að ofan. 16. Hver ætli éti hvern hérna? Leðurblaka og kyrkislanga17. Já þetta….. þetta er bara ógeðskóngulóarvefur og skrilljón kóngulær. Ekkert til að hafa áhyggjur af18. Strútar hafa drepið fólk í Ástralíu!19. Þetta er bara ormur. Hann getur ekki drepið þig en….. hann er 65 númerum of stór20. Ætli þessi snákur hafi borgað fargjald eða bara smyglað sér með21. Eigum við að taka nokkrar holur?22. Þetta er eitt eitraðasta kvikindi á jörðinni23. Ó guð minn góður. Maður getur ekki einu sinni farið á sjóstöng24. Hákarl í vatni á golfvelli. Hvernig? Ég hef ekki hugmynd! 25. Kóngulóafjölskylda sem er öll baneitruð26. Villtir hundar hafa borðað börn…. en þeir borða líka hákarla27. Þetta er það sem gerist í hagléli í Ástralíu……28. Þessi sniglategund drepur yfir 200.000 manns á ári samkvæmt internetinu29. Mítill – Fyrir og eftir máltíð! BJAKK
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.