29 magnaðar staðreyndir

Heimurinn er fullur af ráðgátum og við lærum eitthvað nýtt á hverjum degi. Myndirðu vilja læra nokkrar áhugaverðar staðreyndir um heiminn sem við lifum í? Hér eru nokkrar:

1. Moskítóflugur hafa drepið fleiri manneskjur en öll stríð.

2. Það eru fleiri stjörnur í geiminum en sandkorn á jörðinni.

3. Húðin okkar endurnýjar sig alveg á mánaðartímabili.

4. Mest notuðu liðamót líkamans eru liðamótin í kjálkanum.

5. Það eru 1,6 milljónir maura á hverja manneskju á Jörðinni.

6. Það kemur eitt stykki af geimrusli til Jarðarinnar á hverjum degi.

7. Hunang er eina fæðan sem skemmist ekki.

8. Sterkasti vöðvi líkamans er tungan.

9. Það eru aðeins 12 stafir í stafrófi hawaiísku.

10. Höfrungar geta kallað á hvern annan með nafni.

Sjá einnig: Þessi rödd er mögnuð

11. Hver einstaklingur gengur vegalengd sem jafngildir 5 ferðum kringum miðbaug, á ævi sinni.

12. Þú brennir 1 hitaeiningu með því að klikka 10 milljón sinnum á músarhnappinn.

13. Ísmolar sem eru gerðir úr soðnu vatni eru alveg gegnsæir, en ísmolar úr kranavatni eru hvítir (vitum ekki hvort þetta eigi við um íslenska vatnið).

14. Um 99% af öllu gulli á Jörðinni er staðsett við kjarna plánetunnar.

15. Kakkalakkar geta lifað í u.þ.b 2 vikur á höfuðs síns.

16. Dýr forðast rafmagnslínur vegna þess að þau sjá útfjólubláa geisla sem þær gefa frá sér. Mannsaugað greinir ekki geislana.

17. Krossfiskur er ekki fiskur og háhyrningur er ekki hvalur.

Sjá einnig: „Vertu sterkur!“ segja þeir

18. Charles Darwin fékk hugmynd um að setja hjól undir skrifborðsstólinn sinn svo hann gæti farið hraðar um rýmið.

19. Meðal manneskja getur búið yfir orku sem samsvarar 30 vetnissprengjum.

20. Þegar við grennumst, hverfa fitufrumurnar ekki, heldur minnka bara.

21. Ef þú vilt athuga hvort demantur sé ekta eða ekki, þá geturðu andað á hann. Ef það kemur móða á demantinn, er hann ekki ekta.

22. Þrír mest seldu vörur í sögunni eru bækurnar um Harry Potter, Rubik teningurinn og iPhone.

23. Fræðilega er mesta hæð trés 130 metrar.

24. Fyrir utan 5 skilningarvitin höfum, erum við líka „próvisjón“ sem er vitundin um stöðu líkamshluta okkar.

25. Ef þú verður fyrir eldingu, getur húðin hitnað upp í 27.760 gráður.

26. Þú getur notað höndina þína til að muna hvaða mánuðir hafa 31 dag. Byrjaðu á að telja hnúana og bilin á milli þeirra. Hnúinn á vísifingri er janúar (hnúi táknar 31 dag), bilið á milli vísifingurs og löngutangar er febrúar (bilið táknar færri en 31 dag) og svo framvegis. Þegar þú hefur talið hnúann á litla fingri, telurðu hann aftur, sem ágúst, og ferð svo öfuga átt til baka. Þetta virkar, prófaðu bara. Svo eigum við náttúrulega góðu vísuna sem ég nota oft: „ap, jún, sept, nóv, 30 hver……“

Sjá einnig: Konur sem kunna ekki að drekka vatn

27. Það er sársaukafyllra að skera sig á pappír en á hníf.

28. Kveikjarinn var fundinn upp, áratug á undan eldspýtunni.

29. Jarðarber flokkast ekki sem ber en bananar flokkast hinsvegar sem ber.

Heimildir: Womendailymagazine.com

SHARE