3 atriði sem þú getur gert á 5 mínútum til að auka með þér hamingju

Hver vill ekki upplifa meiri hamingju, kyrrð og ná betri einbeitningu.

Með eftirtöldum aðferðu í einungis 5 mínútur á dag getur þú bætt lífsgæði þín svo um munar.

Öll eigum við 5 mínútur sem eru betur nýttar í þetta en eitthvað annað.

Iðkaðu þakklæti:

Með því að gefa þér 5 mínútur á dag til þess að skrifa niður þakklæti eykur þú svo um munar virkni góðu hormóna líkamans og finnur gleðistraum hríslast um þig. Máttur þakætis er mikill og sem dæmi þá er ekki hægt að vera þakklátur og fúll á sama tíma. Með því að iðka þakklæti verður lífið einfaldlega bjartara og sjálsmyndin sterkari. Auk þess sem þakklæti hefur þann eiginleika þegar maður iðkar það daglega að vera á sveimi í hausnum á okkur allan daginn og þannig auka með okkur hamingju.

Hugleiðsla:

Það eru ótal rannsóknir sem sýna fram á að hugleiðsla breytir heilanum og eykur með okkur innri kyrrð og gerir okkur skírari. Það að hugleiða í 5 mínútur daglega gerir ótrúlega mikið fyrir allan líkama og hugan. Þú þarft ekki að vera einhver gúrú til að hugleiða og nei hugurinn verður aldrei tómur af hugsunum. Hugurinn er gerður til þess að hugsa og það fljóta hugsanir um þegar maður hugleiðir það er eðlilegt. Það er hægt að hugleiða á marga vegu t.d með því að liggja og einbeita sér að andadrættinum til eru leiddar hugleiðslur þar sem hugurinn fylgir rödd þess sem leiðir. Finndu bara þá leið sem hentar þér við erum ólík og misjafnt hvað hentar hverjum.

Ásetningur:

Settu þér ásetning fyrir hvern dag t.d að vera jákvæð eða framkvæma eitthvað. Ásetningur hjálpar þér að ná markmiðum þínum og auðveldar þér að brjóta þau niður. Settu ásetningin þinn fram sem eina setningu sem byrjar á orðunum ég er…….

Dæmi um ásetning er t.d ég er gleði og það allra besta er að segja ásetningin sinn upphátt annað slagið allan daginn eða nýta þessar fimm mínútur í að setja sér ásetning og þylja hann upphátt.

Ég skora á ykkur að prófa þetta í eina viku og lofa að þið finnið mun…aðeins fimm mínútur á dag reyndar 15 ef þú ferð alla leið og gerir öll þrjú ofantalin atriði.

Þetta eru ráð í boði hússins http://kristinsnorra.is

Ljúfar stundir

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here