3 góð ráð fyrir feitu húðgerðina

Nú þegar sumarið er að nálgast og hitinn vonandi að fara að hækka, megum við sem erum með feita húðgerð, eiga von á því að þessi skemmtilegi fituglans á húð okkar aukist. Til eru nokkur ráð við þessu og til að halda húðinni fallegri allan daginn eru þessi 3 ráð algjör snilld:

Notaðu Primer

Primer er góður fyrir allar húðtegundir en þó sérstaklega fyrir feitu húðina til að losna við þá tilfinningu sem við höfum margar fundið, eins og farðinn sé hreinlega að leka af okkur. Primerinn eykur endingu farðans, hann verður áferðafallegri og húðin verður eins og silki á að líta. Forðist primera sem innihalda silicon því í raun gerir hann meira illt en gott. Hann er mjög flottur þegar hann er nýkominn á en eftir því sem líður á daginn er eins og hann hálf partinn bráðni og fituglansinn verður enn meiri.

Púður

Púðrið heldur farðanum á sínum stað og mattar húðina. Best er að nota stóran bursta og bursta púðrinu á andlitið en forðist að nota of mikið. Best er að nota púðrið aðeins einu sinni að deginum til að hlaða ekki of miklu á húðina, það getur endað með að það sé komið þykkt lag sem er alls ekki fallegt. Ef þér finnst eins og það sé ekki nóg ætti næsta ráð að vera eitthvað fyrir þig.

Pappírsþurrkur

Til eru sérstakar þurrkur sem ætlaðar eru fyrir þetta vandamál. Þær eru þannig að þú hreinlega tekur eina þurrku, leggur hana á svæðið sem þú vilt þerra og þrýstir beint á hana. Ekki er gott að strjúka því þá gætirðu gert línur í farðann sem kemur svo sannarlega ekki vel út. Sömu þurrkuna er hægt að nota á allt andlitið, svæði fyrir svæði.

Gangi ykkur vel og njótum sumarsins ferskar og fínar!

SHARE