32 ástæður fyrir því að Ísland er best í heimi

Afþreyingarmiðillinn Buzzfeed tók saman metnaðarfullan lista í gær þar sem gamla góða skerinu er heldur betur gert hátt undir höfði. Það er forvitnilegt að skoða hvað umheimurinn hefur að segja um eyjaskeggjana í Atlantshafinu og að sjá hvernig alþjóðasamfélagið speglar okkur Íslendinga.

Í listanum er meðal annars sagt að við séum með hamingjusömustu þjóðum heims. Það má vissulega deila um það þar sem við glímum skammdegisþunglyndi í ríkari mæli en annarsstaðar þar sem sólin skín jafnari yfir árið.

Pylsu-sinnep á listanum

Þá er bókaskrifum sérstaklega hrósað og litið á sem aðlaðandi kost. Bann á strippbúllum, McDonalds-leysi, litrík hús og pylsu-sinnepi er sérstaklega hrósað í upptalningunni.

Listann má lesa í heild sinni á eftirfarandi slóð:

32 Reasons Why Iceland Is The Best Country Ever

Screen Shot 2014-12-29 at 14.40.35

Tengdar greinar:

Maðurinn á bakvið Made By Iceland

Berta skreppur í H&M ef hún fær heimþrá í Danmörku

Beyonce birtir myndir af Íslandsferðinni

SHARE