
Megan Umphres Leatherman er komin 9 mánuði á leið í þessu myndbandi og lét það ekki stoppa sig í ræktinni en hún æfir CrossFit af kappi. Þessi 33 ára kona segir að hún hafi slegið nokkur persónuleg met á þessari meðgöngu sem hafi bæði komið henni og þjálfara hennar á óvart. Hún er að taka 68 kg í hnébeygjunni í myndbandinu.
Hún eignaðist heilbrigða dóttur tveimur dögum eftir töku þessa myndbands.