Þeir sem eru með köngulóafóbíu og einnig þeir sem eru flughræddir ættu helst ekki að lesa þessa frétt.
Flugumferðarstjórar á flugvellinum í Kansas City þurftu að yfirgefa starfsstöðvar sínar á dögunum vegna „innrásar“ köngulóa. Fimm flug töfðust vegna þessa í um 15 mínútur hvert, meðan kallaður var út meindýraeyðir til þess að eitra fyrir þessum óboðnu gestum og starfsmenn voru færðir til innan flugstöðvarinnar. Þrír starfsmenn höfðu orðið fyrir biti af köngulónum og meindýraeyðarnir fundu egg frá köngulónum en þau höfðu klakist út undir einu skrifborðinu á skrifstofunni.