37 brúskaðir og hálf-stálpaðir æðarungar óðu í langri bunu í átt að Tjörninni í dag, en þessir stórskemmtilegu og fiðruðu félagar voru ferjaðir af borgarstarfsmönnum úr Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum og til miðbæjar í þeim eina tilgangi að styrkja hópinn sem þar býr fyrir og hefur hreiðrað um sig.
Þetta kemur fram á Facebook síðu Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur sem deilir krúttfrétt dagsins með þeim orðum að honum þyki nóg komið af kisumyndböndum og þyki mun skemmtilegra að sjá rammíslenska æðarunga viðra bossann:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.