4 algengustu kynórar kvenna og merking þeirra

Kynferðislegir órar kvenna hafa ekki ávallt þótt sjálfsagðir. Reyndar er svo stutt síðan viðurkennt var að konur fantasera líka í svefnherberginu að glansritið Cosmopolitan birti grein árið 1973 sem bar heitið: Women do not have sexual fantasies, period. Men do. en það sama ár gaf Nancy nokkur Friday út metsölubókina My Secret Garden, sem innihélt berorðar frásagnir af fantasíum kvenna og þótti afar djörf, ef ekki stríða mót almennu siðferði.

Bókin olli straumhvörfum og ruddi brautina fyrir kynfrelsi kvenna. Skyndilega máttu konur eiga óra, framkvæma þá og fá fullnægingu, ástunda kynlíf utan hjónabands og svo mætti lengi áfram telja. En betur má ef duga skal; þó kynórar kvenna séu enn  sveipaðir skömm og dulúð, verður því vart neitað lengur að allt fullorðið fólk – konur og karlar – eiga kynóra af fjölbreyttu tagi, hvort sem þau svo aftur kjósa að ræða órana eða ekki.

Hafir þú einhverju sinni velt því fyrir þér hvað órarnir merkja gætu orðin hér að neðan varpað lauslegu ljósi á málið. Það er deginum ljósara að ófáar konur búa margar yfir sterkari kynhvöt en margir karlar og svo sannarlega gæla allar konur einhverju sinni við kynóra. Hér má sjá fjóra algengustu kynóra kvenna og hvað órarnir í stuttu máli merkja. Skemmtilegt, ekki satt?

.

dominatrix-in-red

Númer 1: Að dómínera – ráða ferðinni

Þó ætla mætti að karlar einoki yfirráðin í svefnherberginu og hljóti þar af leiðandi að dreyma um að yfirbuga lostafulla og undirgefna ástkonu (á þokkafullan máta) – er fantasíunni í raun þveröfugt farið. Hér er um að ræða eina algengustu óra kvenna – en sérfræðingar ætla að konur bæti sér upp þann skort á völdum sem þær gjarna upplifa í daglegu umhverfi, með órum sem snúast um alger og óskipt völd í rúminu.

Hvað rólynda og afslappaða einstaklinga varðar, er mun líklegra að einmitt þeir láti sig dreyma um aðdáun, takmarkalausa hlýðni og óttablandna virðingu undir hlýrri hjónasæng – sér í lagi þar sem aðstæðurnar veita þeim völd sem ekki verður við komið úti í hinum stóra heimi.

.

tumblr_inline_miy7k8PYBu1qz4rgp

Númer tvö: Undirgefni – að láta að stjórn

En þar með er ekki sagt að konur dreymi alltaf um að vera ofan á. Fjölmargar konur fantasera gjarna um að vera undirgefnar, eftirlátar og algerlega á valdi ástmannsins. Fantasían er umdeild og er sveipuð skammarljóma, – einhverjir segja slíkar fantasíur ýta undir ofbeldi og að konur sem þrái eftirgjöf í svefnherberginu hljóti að glíma við sálræna bresti.

Hverju sem kenningum líður ber þó öllum saman um að þó konur fantaseri um undirgefni, jafnvel valdbeitingu og væga þvingun hafa slíkar fantasíur ekkert með þá ímynduðu þrá að gera að konur vilji undir niðri láta nauðga sér – þvert á móti vísar fantasían til þess að ófáar konur þrái kynlíf sem er laust við sektarkennd, skömm og vandræðagang. Konan “reynir” í fantasíunni að hafa hemil á “forboðnum kynlífsathöfnum” en unaðurinn yfirgnæfir atburðarásina og ímyndaðir atburðirnir eiga sér stað engu að síður. Því er ekki hægt að sakfella konuna – hún er saklaus af skömminni!

.

BathroomSex

Númer þrjú: Sýniþörf – að hafa áhorfendur

Helstu kenningar herma að þeir sem þrá að vera séðir eða jafnvel gripnir við kynmök með öðrum – gómaðir við sjálfsfróun í laumi – séu spennufíklar. Sá nagandi kvíði sem fylgir því að vera gripinn í miðjum klíðum gerir kynórana svo spennandi í augum þeirra sem örvast af tilhugsuninni einni saman. Einstaklingar sem búa yfir sýniþörf og þrá að hafa áhorfendur að kynmökum glíma oftlega líka við lágt sjálfsmat og tilfinningaleg átök í sínu innsta umhverfi. Svo segja sálfræðilegar niðurstöður í það minnsta.

.

romeo_juliet

Númer 4: Rómantíkin – Hinn fullkomni elskhugi

Að láta sig dreyma um að vera dregin á tálar af einhverjum sem er um margt riddarinn á hvíta hestinum eru órar sem fjölmargar konur daðra gjarna við. Engum skilyrðum virðist bundið hver hinn dásamlegi elskhugi er – núverandi maki, vinnufélagi, kvikmyndastjarna – hver sem er!

Kynórar á borð við þessa bera vægan keim af hetjudýrkun og benda til að viðkomandi þurfi að krydda kynlífið hressilega í veruleikanum; að neistann vanti í svefnherbergið og að kynda þurfi undir kolum lostans. Það að fantasera um einhvern annan en núverandi maka er að mati ófárra sérfræðinga fyllilega heilbrigt og bendir ekki til þess að þú hyggir á framhjáhald, þvert á móti benda slíkir órar oft til heilbrigðrar kynhvatar.

Hverjir sem órarnir eru og hvað sem þeir merkja, má alltaf leiða líkum að því að kynferðislegar langanir liti persónuleikann. Þó ekki nema upp að ákveðnu marki; heilbrigðir kynórar geta snúist um hina ótrúlegustu atvikaskipan en meðan órarnir leiða ekki til skaðlegrar hegðunar og valda engum sárindum – er fyllilega eðlilegt að láta sig dreyma um atvikaskipan sem er næsta ólíklegt að myndi nokkru sinni bera upp í daglegu lífi.

Tengdar greinar:

10 merki um að hann vilji BARA kynlíf

6 ótrúlegar goðsagnir um kynfæri kvenna

6 atriði um sjálfsfróun sem gætu komið á óvart, dömur

SHARE