
Buster er 4 ára gamall hundur og breyttist frá því að vera kolsvartur í að verða snjóhvítur.

Ástæðan fyrir þessari breytingu er húðsjúkdómurinn Vitiligo, en hann veldur hvítum blettum í húð og í þessu tilviki í feldi hundsins.
Ágúst 2022

„Með tímanum fór hann að missa svarta feldinn og hvítur feldur fór að koma í staðinn. Á tímabili komu nokkrir skallablettir tímabundið, áður en hvítur feldur kom í staðinn,“ sagði eigandi Buster.
Nóvember 2022

Maí 2022

Ágúst 2023

Október 2023

Og apríl 2024 (til hægri)

Sjá einnig:

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.