Karen Rodger, frá Skotlandi fæddi tvíburastúlkurnar Isla og Rowan á miðvikudaginn síðastliðinn. Stúlkurnar eiga 4 eldri bræður og það merkilega við þetta allt saman er að börnin eru öll tvíburar, það er að segja þrjú sett af tvíburum. Tvíburastúlkurnar eiga tvíburabræðurna Lewis og Kyle, 14 ára og Finn og Jude, 12 ára.
Líkurnar á því að eignast þrjú sett af tvíburum eru 1 á móti 500,000.
Karen, fannst fjölskyldan ekki alveg vera fullkomnuð svo að hún og maður hennar ákváðu að reyna að eignast eitt barn í viðbót. Í sex vikna sónar kom það svo í ljós að hún gekk með enn aðra tvíburana. Karen sendi manninum sínum strax sms og sagði honum fréttirnar. “Hann hélt að ég væri að grínast og sendi mér til baka skilaboð og sagði mér að þetta væri ekkert fyndið. Ég þurfti að útskýra fyrir honum að þetta væri dagsatt.” – Segir Karen.
6 barna móðirin trúði þessi varla sjálf, “Hvernig gat ég orðið ólétt af tvíburum, þrisvar?”
Hér má sjá viðtal við Karen:
https://www.youtube.com/watch?v=Yc1no_wJRO0&ps=docs