Drukknir um 16 þúsund lítrar af mjólk – Skólamjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur

SkolamjolkurdagurinnMiðvikudaginn 25.september verður Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn haldinn í fjórtánda sinn víða um heim fyrir tilstuðlan Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Í tilefni dagsins bjóða íslenskir kúabændur með aðstoð frá Mjólkursamsölunni öllum 70.000 leikskóla- og grunnskólabörnum landsins upp á mjólk í skólunum. Reiknað er með að drukknir verði alls sextán þúsund lítrar af mjólk á þessum degi.

Að sögn Alfreðs Gústafs Maríussonar matreiðslumeistara er þess gætt að bjóða fjölbreyttan og næringarríkan mat í samræmi við ráðleggingar frá Lýðheilsustöð/Landlæknisembættinu og eru börnin yfirhöfuð ánægð með hann.

 

Á Alþjóðlega skólamjólkurdeginum er vakin athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna. Á Skólamjólkurdaginn er einnig árlegri teiknisamkeppni hleypt af stokkunum þar sem öllum nemendum 4. bekkjar er boðið að taka þátt í samkeppninni. Myndefnið er algjörlega frjálst en æskilegt er að það tengist hollustu mjólkurinnar fyrir ungt fólk.

Mjólk er mjög próteinrík og auk þess mikilvæg uppspretta 14 lífsnauðsynlegra vítamína og steinefna í fæðunni. Sérstaða mjólkur felst meðal annars í því hve góður kalkgjafi hún er en kalk er mjög mikilvægt fyrir byggingu beina, ekki síst á uppvaxtarárum.

SHARE