Sumt fólk er það sem er í dag kallað „intróvertar“ eða innhverfir einstaklingar. Ég er svo sannarlega „intróvert“ og man ekki eftir að hafa nokkurn tímann verið öðruvísi. Það getur alveg tekið á að vera svona og maður þarf að hafa mikið fyrir því að gera suma hversdagslega hluti eins og að blanda geði og vera félagslyndur. Ég tekst á við þessa hlið í mér á hverjum einasta degi og hef oft upplifað það að mig langar og langar ekki að vera boðin í partý eða í mat eða annað.
Sjá einnig: Ertu Introvert eða Extrovert? – Taktu prófið
Það halda margir að ég sé alls engin „introvert“ þar sem mitt starf er í fjölmiðlum og væntanlega væri auðveldara fyrir alla sem starfa í fjölmiðlum að vera „extrovert“. En þannig er ég nú bara samt sem áður og veit fátt betra en að vera í félagsskap þeirra sem ég get þagað með. Fáránlegt eins og það hljómar. Minn innsti hringur af fólki þekkir þetta og skilur mig, upp að vissu marki, en það eru kannski svona 15 manneskjur. Ég er ótrúlega heppin með fjölskylduna mína og að ég fæ að vera eins og ég er.
Þessar myndir fann ég á netinu og ég skellti nokkrum sinnum upp úr þegar ég fór yfir þetta.
Heimildir: Bored Panda
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.