5 ástæður til að borða kirsuber

Það er alveg sama við hvaða sérfræðing þú talar, það segja flestir að þú eigir að borða fjölbreytt fæði. Það segir manni að maður eigi ekki að fest sig bara við að borða kjúkling, eða bara grænmeti eða ávexti o.s.frv.

Kirsuber eru eitthvað sem við ættum að borða reglulega, þó þau vaxi ekki villt á Íslandi. Þau geta verið sæt og með súru bragði en súru berin eru tilvalin í bakstur í bökur og annað slíkt.

Hér eru nokkrir kostir þess að neyta kirsuberja reglulega.

1. Minnka verki í liðum

Rauði litur kirsuberjanna kemur fram vegna anthocyanins, sem er andoxunarefni sem er í vínberjum (og rauðvíni), og minnkar framleiðslu ensíma sem valda bólgum. Kirsuber geta því dregið úr eymslum í vöðvum og liðum.

2. Verndar ristilinn þinn

Þessi ofur-ber innihalda quercetin, sem er gott fyrir ristilinn. Vísindamenn komust að því að Quercetin kemur í veg fyrir að sár myndist í ristli, en sár á ristli er talið geta komið af stað myndun æxla í honum.

3. Jafnvægi í kólesteróli

Öll kirsuber innihalda mikið af pektíni, vatnsleysanlegum trefjum sem minnka líkur á hjartasjúkdómum með því að lækka slæmt kólesteról.

Sjá einnig: 7 lífsnauðsynlegar matartegundir ef þú ert 50+

4. Góð fyrir sjónina

Súr kirsuber innihalda 19 sinnum meira af beta-carotene en finnst til dæmis í bláberjum. Beta-carotone hefur góð áhrif á sjón og húð.

5. Bætir svefninn

Kirsuber eru í sama flokki og apríkósur, ferskjur og plómur, sem eru nokkrir af fáum fæðutegundum sem innihalda ágætismagn af Melatónín. Melatónón er náttúrulegt efni sem hjálpar til við dægursveiflur og eykur svefngæði.

Heimildir: Besthealthmag.ca

SHARE