Þú elskar maka þinn væntanlega, en stundum, bara stundum, langar þig að garga á hann/hana. Það er eðlilegt. Hver er leyndardómurinn á bakvið hamingjuríkt hjónaband. Samkvæmt rannsóknum eru 5 atriði sem hamingjusamlega gift fólk á sameiginlegt:
1. Þau tala af virðingu við hvort annað
Þið hafið búið saman í einhvern tíma og það getur auðveldlega gleymst að segja „viltu…“ og „takk fyrir“ þegar þið eruð að tala saman. Hjón sem eru í góðu sambandi segja að, ef þau passa bæði að sýna þakklæti þegar hinn aðilinn gerir eitthvað fyrir þau, skipti höfuðmáli þegar kemur að langtíma, hamingjuríku hjónabandi. Það kom meira að segja í ljós í rannsókn að lykillinn að hamingjuríku hjónabandi sé að sýna þakklæti og að maður kunni að meta maka sinn. Það geti bætt fyrir allskonar neikvæða hluti, eins og risa rifrildi.
2. Þau deila ekki of miklu á samfélagsmiðlum
Við eigum öll vini sem þurfa að deila öllu með vinum sínum á netinu, hvort það eru tímamót í sambandinu eða bara að þau séu að eiga kósý kvöld. Fyrsta ársafmælið? Það er sætt. Fyrsta skipti sem þið borðið ís saman? Ekki svo mikið sætt. Samkvæmt rannsókn sem var gerð í Haverford College, kom í ljós að fólk sem er óöruggt með samband sitt hefur meiri þörf fyrir að deila með umheiminum „hversu frábært sambandið er“ og fá jafnvel viðurkenningu frá öðrum fyrir því. Hamingjusöm hjón finna ekki þörf fyrir að deila öllum atvikum með öllum heiminum. Þau deila því með hvort öðru.
3. Þeim finnst gaman að prófa nýja hluti
Já það er gaman að fara á veitingastaðinn þar sem allir þekkja ykkur en hjón sem eru alltaf að prófa nýja hluti, eru hamingjusamari. Það segja í það minnsta nokkrar rannsóknir sem gefnar hafa verið út af Rutgers University. Af hverju? Nýjungar! Það, að gera eitthvað alveg nýtt saman, sem par, getur komið fiðrildunum aftur í magann og kveikt í neistum á ný, eins og voru í byrjun. „Það er enginn að segja að þið þurfið að sveifla ykkur í ljósakrónum til að gera eitthvað nýtt. Farið á nýjan stað í bænum, ökuferð út í sveit eða það sem betra er, að gera engin plön og sjá hvað gerist,“ sagði Dr. Helen E. Fisher í samtali við The New York Times.
Sjá einnig: 6 ráð við þvott á fötum
4. Þau hafa ekkert á móti snertingu
Nei við erum ekki að tala um endalaust kynlíf heldur erum við að tala um snertingar. Hamingjusöm hjón hafa ekkert á móti smá líkamlegri nánd. Í rannsókn í Journal of Personal and Social Relationships segir að líkamleg snerting, að haldast í hendur, kúra í sófanum og faðmlög gefi ykkur aukna nánd í hjónabandinu.
5. Þau skilja aldrei óhreint leirtau eftir í vaskinum
Mörg pör gera sér grein fyrir að heimilisstörfin eru eitthvað sem er samvinnuverkefni. Samkvæmt rannsókn Pew Research er mikilvægt í langtímasambandi að hjálpast að við heimilisverkin. Þessi skál sem þú skildir eftir í vaskinum, þvoðu hana bara upp, eða settu í uppþvottavélina. Þú færð hamingjusamari maka að launum.
Heimildir: purewow.com