Nýrnasjúkdómar eru því miður of algengir.
Kenna má eiturefnum sem við öndum að okkur daglega um þetta ástand, en við gerum okkur ekki grein fyrir því hvað getur leynst í andrúmsloftinu.
Sjá einnig: Vatn á fastandi maga er gott fyrir heilsuna
Þegar nýrun eru farin að vinna illa þá verður heilsan léleg.
Gott er að þekkja merki þess ef að nýrun eru ekki í fullkomnu lagi og einnig er gott að vita hvað þú getur gert til þess að bæta virki á þínum nýrum.
Verkur í neðri hluta á baki
Eitt fyrsta merki þess að nýrun séu ekki eins virk og þau ættu að vera er verkur í neðri hluta á baki.
Stundum getur þessi verkur verið öðru megin, sem gerist þá ef viðkomandi sefur ávallt á sömu hlið og er það þá nýrað á þeirri hlið sem á í vandræðum vegna þyngdarlögmálsins. En í flestum tilvikum eftir að verkur hefur byrjað öðru megin í baki þá mun hann einnig fara að gera vart við sig hinum megin neðarlega á bakinu.
Sem dæmi, þú munt vakna upp á morgnana eða jafnvel um miðja nótt og ert með bakverk, ýmist öðru megin eða yfir alla neðri hluta baks. Þegar þetta gerist þarft þú yfirleitt að pissa og eftir klósett ferðina þá léttir á þessum verk.
En þetta er viðvörun um að eitthvað sé í ólagi með nýrun þín og er best að leita læknis til að fá úr því skorið hvað sé í gangi.
Sjá einnig: Geggjuð ráð fyrir námsmenn
Útbrot, kláði og þurr húð
Nýrun vinna við að fjarlægja úrgang úr blóðinu, þannig að þegar þau hætta að virka sem skildi þá hleðst þessi úrgangur upp í blóði og getur orsakað útbrot, mikinn kláða og afar þurra húð.
Þetta er merki um að nýrun eru í vandræðum og verður að taka mjög alvarlega. Ekki láta freistast til að fara að bera á þig feitt krem því það gerir ekkert gagn. Leitið læknis.
Breytingar á þvagláti
Þar sem nýrun framleiða þvag þá breytist mynstur þvagláts ef þau eru ekki í lagi.
Má nefna eftirfarandi:
- Þvag getur verið froðukennt eða með loftbólum
- Þú vaknar oftar á nóttunni til að pissa
- Þú pissar meira magni en vanalega og er þvag afar ljósgult
- Þú pissar sjaldnar og lítið í einu en þvag er afar dökkgult
- Þú getur fundið fyrir þrýstingi og átt erfitt með að pissa
- Það getur verið blóð í þvaginu
Þessar breytingar á þvagláti eru merki um nýrna vandamál en þegar þvag er farið að breyta um lit þá eru það merki um alvarleg nýrnavandamál.
Bólgur í líkama
Nýrun hreinsa óþvera og uppsafnaðan vökva úr líkamanum, þannig að þegar þau hætta að virka eðlilega þá byggist þessi vökvi upp. Þetta getur orsakað bólgur í andliti, höndum, fótleggjum, öklum og á fótunum sjálfum, niður að tám.
Þegar þetta gerist þá er vandamál nýrnanna orðið mikið og leita á læknis samstundis.
Þreyta og veikleiki
Nýrun framleiða hormón sem heitir erythropoietin en þetta hormón hjálpar til við framleiðslu á rauðum blóðkornum sem svo bera súrefni í blóðið. Þegar nýrun eru ekki að virka sem skildi þá lækkar þetta hormón í líkamanum sem veldur því að minni framleiðsla er á rauðum blóðkornum og orsakar þetta blóðleysi í líkama.
Þegar þetta gerist þá ferð þú að finna fyrir þreytu og veikleika. Þessi einkenni þarf að meðhöndla strax, svo leitið læknis.
Sjá einnig: Glímir þú við reiðivanda og hvað er til ráða?
Orsakir nýrna-skemmda
Ein aðal orsök á nýrnavandamálum eru þungmálmar sem eru í andrúmsloftinu, málmur sem heitir cadmium. Þessi málmur kemst í andrúmsloftið þar sem kol eða olía eru brennd eða við brennslu á rusli. Cadmium er einnig í áburði sem borinn er á matinn sem við borðum og mengar hann þannig.
Það er mikilvægt að taka fram að þeir sem reykja eru daglega að fylla lungun af cadmium og þeirra líkamar innihalda tvöfalt meira af cadmium en þeir sem ekki reykja.
Hvernig bætum við virkni nýrnanna ?
Það er hægt að bæta virkni nýrnanna með mataræði og breytingu á lífsstíl.
Mjög góðar upplýsingar um hvernig nýrun starfa er að finna hér
Fyrst af öllu, hættu að reykja ef þú gerir það og reyndu að forðast að komast í nálægð við svæði þar sem cadmium getur verið í andrúmsloftinu.
Niðurstaða
Vertu dugleg/ur að hreyfa þig og drekka vel af vatni daglega. Hér er finna fleiri góðar upplýsingar um vatnsdrykkju
Einnig er mælt með ósykruðum trönuberjasafa, hann ætti líka að drekka daglega.
Greinin birtist á Heilsutorgi og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.