Nú fer að líða að jólum og þá komumst við á Hún.is í gjafagírinn. Seinustu tvö ár höfum við verið með jóladagatal 1.- 24. desember og ætlum að halda því áfram. Í dag ætlum við að gefa gjöf frá Heimkaup, en það er bókin Veislan endalausa Læknirinn í eldhúsinu eftir Ragnar Frey Ingvarsson
Læknirinn í eldhúsinu býður aftur til veislu! Gómsætur matur, munúð og ljúf nautn, samvera með fjölskyldu og vinum, veisla fyrir bragðlaukana, augu og eyru og hug og hjarta.
Heimkaup er nýtt vöruhús með vefverslun, hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Á vefsíðunni þeirra finnurðu allar þær vörur sem til eru á lager hverju sinni, en úrvalið er mikið og úr ýmsum vöruflokkum.
Þegar keypt er á Heimkaup.is getur viðskiptavinurinn valið um hvort hann fær vöruna senda heim að dyrum á aðeins 90 mínútum, 5 klukkustundum eða með kvöldsendingu – á höfuðborgarsvæðinu, eða 1–2 virkum dögum með póstinum hvar sem er á landinu.
Það eina sem þú þarft að gera er að setja athugasemd hér fyrir neðan: „Veislan endalausa“ og þú ert komin í pottinn. Drögum út í kvöld!