5 einkenni vefjagigtar sem konur þurfa að þekkja

Vefjagigt er langvinnur sjúkdómur og er ekki bara eitthvað eitt einkenni heldur fjölmörg.

Hér á eftir koma 5 einkenni sem allar konur ættu að þekkja sem hafa Vefjagigt.

Óeðlileg þreyta:

þreyta er eitt en vefjagigtarþreyta er allt annað, hún lýsir sér í óeðlilegri þreytu og orkuleysi og sama hvað þú hvílist þá lagast þreyta ekki neitt. Eftir nætursvefn vaknar þú þreytt og ert þreytt allan daginn. Algengt er að fólk þrói með sér erfiðleika við að ná að sofa og algengt er að fótaóeirð trufli svefn.

Heilaþoka:

Heilaþoka lýsir sér á þann hátt að manneskjan verður gleymin, nær stundum ekki að halda uppi samræðum því hún missir þráðin, stendur upp til að gera eitthvað og man svo alls ekki afhverju hún stóð upp. Sumir upplifa heilaþokuna sem eitt af verstu einkennum vefjagigtar.

Andleg vanlíðan:

Algengt er að vefjagigtasjúklingar verði þunglyndi og kvíðnir bæði vegna endalausra verkja og annara einkenna svo sem svefnvanda og einangrunar.

Of næm skynjun:

Sjúklingur skynjar verki, hljóð og tilfinningar af meiri næmni en annað fólk, sem þýðir að verkir verða sárari, hljóð hærri og tilfinningar yfirgnæfandi.

Meltingarvandi:

Mjög algengt að vefjagift valdi hægðatregðu eða niðurgangi, bólgum og öðrum óþægindum í meltingarvegi.

Heimild: Women working

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here