Vefjagigt er langvinnur sjúkdómur og er ekki bara eitthvað eitt einkenni heldur fjölmörg.
Hér á eftir koma 5 einkenni sem allar konur ættu að þekkja sem hafa Vefjagigt.
Óeðlileg þreyta:
þreyta er eitt en vefjagigtarþreyta er allt annað, hún lýsir sér í óeðlilegri þreytu og orkuleysi og sama hvað þú hvílist þá lagast þreyta ekki neitt. Eftir nætursvefn vaknar þú þreytt og ert þreytt allan daginn. Algengt er að fólk þrói með sér erfiðleika við að ná að sofa og algengt er að fótaóeirð trufli svefn.
Heilaþoka:
Heilaþoka lýsir sér á þann hátt að manneskjan verður gleymin, nær stundum ekki að halda uppi samræðum því hún missir þráðin, stendur upp til að gera eitthvað og man svo alls ekki afhverju hún stóð upp. Sumir upplifa heilaþokuna sem eitt af verstu einkennum vefjagigtar.
Andleg vanlíðan:
Algengt er að vefjagigtasjúklingar verði þunglyndi og kvíðnir bæði vegna endalausra verkja og annara einkenna svo sem svefnvanda og einangrunar.
Of næm skynjun:
Sjúklingur skynjar verki, hljóð og tilfinningar af meiri næmni en annað fólk, sem þýðir að verkir verða sárari, hljóð hærri og tilfinningar yfirgnæfandi.
Meltingarvandi:
Mjög algengt að vefjagift valdi hægðatregðu eða niðurgangi, bólgum og öðrum óþægindum í meltingarvegi.
Heimild: Women working
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!