Það getur verið erfitt að greina hvort einhver nákominn þér, eða jafnvel þú sjálf/ur, sért að takast á við þunglyndi. Stundum er þunglyndi bara langt frá því að vera augljóst. Þú gætir haldið að manneskja með þunglyndi liggi í rúminu, ófær um að hreyfa sig, borða og vinna. Alvarlegt þunglyndi getur vissulega verið þannig, en yfirleitt eru einkennin meira falin.
Sjá einnig: Vefjagigt og þunglyndi
Sumt fólk sem er þunglynt fela það og eru með „grímu“ sem getur verið erfitt að sjá í gegnum. Hér eru 5 merki sem gott er að þekkja:
1. Sýnir djúpa samúð
Fólk sem felur þunglyndi sitt á það til að finna fyrir sársauka í gegnum sársauka annarra, ef svo má að orði komast. Þau tjá og sýna mikla samúð.
Ef þú ert brotin/n þá verður þessi manneskja við hliðina á þér til að hlusta og vera til staðar. Ef eitthvað hræðilegt kemur fyrir einhvern annan, gæti manneskja sem er að fela þunglyndi sitt, tekið það inn á sig og upplifað harmleikinn sem sinn eiginn. Hún felur sínar eigin tilfinningar og líðan en leyfir sér að upplifa þessar tilfinningar í gegnum aðra.
2. Eru yfirleitt ein
Fólk með þunglyndi eyðir miklum tíma útaf fyrir sig. Þú gætir séð þau fyrir þér í dimmu herbergi að gera nákvæmlega ekki neitt. Það er yfirleitt ekki svo einfalt.
Fólk sem er að fela þunglyndi sitt er oft eitt og kannski segir það ósatt um hvernig þau eru að verja tíma sínum. Þau gætu sagst vera að stunda einhver áhugamál, að vinna, þrífa eða eitthvað annað. Sumir gætu jafnvel forðast að tala um hvað þeir gera í frítíma sínum, forðast það umræðuefni.
Sjá einnig: Skammdegisþunglyndi
Þessir aðilar geta verið þeir sem eru alltaf að boða forföll í hittinga með vinum og fjölskyldu og búa til afsakanir fyrir því að komast ekki.
Fylgstu með því ef einhver nákominn þér er mikið einn.
3. Virðast stundum óþarflega glöð
Fólk sem er að berjast við þunglyndi og er að fela það, á það til að vera „alltof hress“. Þau rembast jafnvel við að vera jákvæð og láta aðra hlæja. Algjörir grínarar og hvetja alla í kringum sig.
Stundum er fólkið sem er með þunglyndi „ólíklegasta“ fólkið, því þau eru „alltaf svo hress“ eða „hrókar alls fagnaðar“.
Ef þú þekkir einhvern sem er alltaf í stuði, grínarinn í partýinu, gæti verið að hann/hún hafi eitthvað að fela.
4. Óreglulegur svefn og matarlyst
Þeir sem eru hugsanlega að fela þunglyndi sitt eiga það til að sofa mjög mikið. Stundum á daginn og stundum á nóttunni. Svefnmynstur þeirra er reikult og óreglulegt. Það er ekki óalgengt að fólk með þunglyndi taki sér oft blund eða séu að glíma við svefnleysi (eða bæði).
Þeir geta borðað óreglulega, sleppa úr máltíðum og borða stundum ekkert og stundum alltof mikið.
Sjá einnig: Tengsl milli pillunnar og þunglyndis – Alvarleg staðreynd
Reglulegur svefn og næring eru svakalega mikilvæg fyrir andlega og líkamlega heilsu. Þeir sem glíma við þunglyndi geta átt í erfiðleikum með að sjá um sig og sinna sínum grunnþörfum og það getur haft áhrif á allt lífið.
Taktu eftir svefnmynstri og matarvenjum þinna nánustu.
5. Hætta að gera hluti sem þeim þóttu skemmtilegir
Þunglyndi tekur gleðina úr lífinu og fólk sem er þunglynt hættir oft að lokum að gera hluti sem það hafði gaman að áður.
Fólk sem er að fela þunglyndi sitt hættir að stunda áhugamál sín og geta litið út fyrir að hafa ALDREI gaman.
Þó það sé eðlilegt og heilbrigt að finna sér ný áhugamál og fá leið á þeim gömlu, getur það verið merki um þunglyndi ef viðkomandi hættir öllum tómstundum.
Ef ekkert kemur í staðinn fyrir gamla áhugamálið og viðkomandi missir allan eldmóð getur það verið merki um þunglyndi.
Heimildir: Higher Perspective