Ertu hugmyndasnauð/ur í svefnherberginu?
Hjá mörgum pörum getur kynlífið orðið ansi þurrt á köflum og er það algjörlega eðlilegt. Hér eru nokkrar einfaldar og ódýrar hugmyndir hvernig er hægt að krydda upp á kynlífið og njóta þess enn betur.
1. Breytið til
Oft er það þannig að annarhvor aðilinn tekur ósjálfrátt stjórnina í kynlífinu. Í þetta sinn væri sniðugt að skipta um hlutverk. Sá sem er vanalega við stjórn tekur sér frí og leyfir hinum aðilanum að taka völdin. Það gæti komið ykkur báðum skemmtilega á óvart hvað það getur breytt miklu.
2. Prófaðu að nota kynlífstæki, undirföt eða annað sem ykkur finnst spennandi
Kynlíf er leikur en ekki rútína og þar að leiðandi þarf stanslaust að vera koma með nýja hluti inn í kynlífið. Hvort sem það er nýtt kynlífstæki, nærföt eða einfaldlega ný stelling.
3. Rúmið er ekki heilagur staður
Bara það að fara út fyrir svefnherbergið getur lífgað upp á kynlífið til muna. Sófinn, eldhúsborðið og sturtan er meðal þeirra staða sem eru vinsælir og henta vel í kynlífinu.
4. Skelltu þér úr kósýgallanum eitt kvöldið og settu á þig rauðan varalit
Þó svo það sé bara kósý kvöld heima í stofu þá kann makinn þinn vel að meta það að sjá eitthvað annað en gömlu lufsurnar annað slagið.
5. Kveiktu á kertum í svefnherberginu
Það skapar skemmtilega stemningu og notalega birtu. Enn betra er að næla sér í nuddolíu eða nuddkerti. Forleikur er ein af mikilvægustu þáttunum í kynlífinu og er nudd með góðri olíu fullkomin byrjun á leiknum.
Góða skemmtun og njótið vel!
Gerður Huld http://credit-n.ru/zaymi-nalichnymi-blog-single.html http://credit-n.ru/trips.html