5 góðar ilmkjarnaolíur fyrir þig

Lækningamáttur ilmkjarnaolía er magnaður þ.e. þegar um 100% hreinar olíur er að ræða því þær búa yfir lifandi krafti plöntunnar. Þessi kraftur er innsti kjarni hverrar jurtar og er oftast fenginn við eimingu eða pressun. Þá fæst samþjappað og afar kröftugt efni sem kallast ilmkjarni, sem getur haft mjög jákvæð áhrif á líkama okkar og sál.

Hvernig á að nota ilmkjarnaolíur og hvað gera þær fyrir líkamsstarfssemina?

Ilmkjarnaolíur eru oftast þynntar út í annarri olíu áður en þær eru notaðar. Þær er hægt að nota á ýmsa vegu t.d. með því að bera olíublönduna á húðina, blanda henni saman við baðvatnið, anda henni að sér yfir heitu vatni, væta grisju með henni og leggja á aum svæði eins og t.d. eftir bruna, gigt eða áverka og að lokum er hægt að taka ilmkjarnaolíur inn en þá er bent á að hafa samband við fagaðila.

Hvaða 5 ilmkjarnaolíur eru ómissandi?

Lavender
Auk þessa að ilma dásamlega hefur lavender olían róandi áhrif á taugarnar og er því alveg frábær á álagstímum. Hún er sýkladrepandi og er góður verkjastillir á minniháttar brunasár, skordýrabit og aum liðamót.

Piparmynta
Mentólið í piparmyntunni virkar bæði örvandi og hressandi í senn. Og getur olían líka verið góð við meltingarvandamálum, höfuðverkjum, mígreni og þreyttum vöðvum.

Eucalyptus
Eucalyptus eða tröllatrés-olía eins og hún er köllluð á íslensku gefur mjög ferskan ilm sem hreinsar vitin um leið og maður andar honum inn. Ecualyptus er líka sýkladrepandi, hún virkar vel á sár, bólgur, sveppi og og aðrar örverumyndanir. Sömuleiðis á flensueinkenni í öndunarfærum eins og kvef, kinnholubólgur, astma, hósta og stíflur í nefi.

Sítrónugras
Er líka mjög góð fyrir sýkingar í öndunarfærum, eins gegn fótasveppum. Hún hjálpar til við að lækka blóðþrýsting og styrkja og róa taugakerfið

Tea treeolía 
Lækningarmáttur tea tree olíunnar er löngu viðurkenndur. Bæði er hún frábær á feita húð og í hársvörð, t.d. er sniðugt að blanda nokkrum dropum af henni í sjampó. Fyrir þá sem huga að utanlandsförum og eru alltaf bitnir er bara nauðsynlegt að taka tea tree olíu með sér þar sem hún dregur úr bitum. Hún styrkir líka ónæmiskerfið og er líka frábær sýklavörn og gott er að anda henni að sér ef um kvef er að ræða.

Heimild:
Jurataapótekið

Heilsubankinn

 

 

SHARE