Náttúrulegar leiðir til að heila á þér leggöngin hafa í gegnum tíðina verið í gangi út í hinum stóra heimi og út frá þessum tilraunum eru að koma upp á yfirborðið allskonar hryllingssögur um hvaða áhrif það hefur haft á þína allra heilögustu.
Ég rakst á þessa bráðskemmtilegu grein um svona leggangaspeki og ég játa sakleysi mitt þegar kemur að því að setja hitt og þetta upp í leggöngin, mér hafði ekki dottið í hug þessir 5 hlutir.
Hér koma fimm náttúrulegar leiðir sem þú ættir EKKI að nota og því ekki setja þetta inn í leggöngin þín!
Hvítlaukur
Það varð vinsælt upp úr 2003 að nota hvítlauk til þess að drepa óvelkomnar bakteríur sem einhverra hluta vegna rötuðu inn um píkuna og upp í leggöng.
Það gerðist eftir að Midwifery Today birti grein um heilunarmátt hvítlausins gagnvart bakteríum og að með því að stinga upp hvítlauk myndu óvelkomnar bakteríru og sýkingar hverfa yfir nótt.Eina sem þú þurftir að gera var að afhýða laukin og kremja hann svo vökvinn sullaðist inn í leggöngunum.
Persónulega verður mér pínu illt við tilhugsunina en hey það eru einhverjar hetjur þarna úti búnar að prófa og lifa af!
Krem sem sögð eru lýsa leggöngin.
Fyrir nokkrum árum skrifaði Khloé Kardashian á vefsíðu sína um ávinning þess að nota E vítamínbætta olíu upp i leggönginn.
Við það varð faraldur og aðdáendur hennar keyptu bókstaflega allar olíur og krem sem innihéldu E vítamín og þessu smurðu konur inn í leggönginn í tíma og ótíma til þess að þau yrðu fallegri.
Leggöngin og sú allra heilagasta átti að lýsast upp og verða algerlega ómótstæðileg.
Japanskur leggangastafur
Ef þú hefur ekki kynnst honum nú þegar þá slepptu því.
Stafir þessir eru búnir til úr hinum ýmsu jurtum og þegar þeim er blandað saman og stafnum stungið upp í leggöngin og þessar jurtir að virka þannig að leggöngin verða stífari og já gatið þrengra.
Það fylgdi ekki sögunni hvort jurtirna væru þrifnar áður en stafurinn er föndraður en hvað get ég sagt annað en blómleg hugmynd.
Vicks vaporub
Margar konur nota Vicks vaporub til að hreinsa leggöngin og halda þeim hreinum og vellyktandi til þess að kynlífið verði betra.
Í alvöru þeim hlýtur að svíða hrikalega mikið og ekki get ég ímindað mér að kynlífið sé dásemd í sviða, nema kanski fyrir þá sem eru fyrir sársauka.
Kristalsegg
Forn kínversk speki heldur því fram að með því að setja steinegg upp í leggöngin náirðu að njóta kynlífs betur og þú styrkir grindabotninn. Best er að fá egg úr kristalstein sem heitir Jade því hann eykur kvennlega orku þína.
Persónulega á ég nokkra kristalla sem eru egglaga en enginn þeirra hefur farið í leggangaferðalag.
Heilt yfir spái ég í það hvort þær konur sem hafa raunverulega prófað þessi atriði séu með leggöng í lagi.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!