5 hlutir sem gott er að hafa í huga þegar kemur að sólarvörninni

Við finnum ekki fyrir því þegar útfjólubláir geislar sólarinnar fara í gegnum húðina og skemma frumurnar og það þarf ekki einu sinni að vera neitt sérstaklega heitt úti til þess að slíkt eigi sér stað. Þess vegna er afar mikilvægt að spara ekki sólarvörnina þegar sú gula lætur sjá sig.

 

 

1. Er sólarvörnin síðan síðasta sumar? Gættu að dagsetningunni og passaðu að bera ekki á þig útrunna sólarvörn.

2. Ertu með rautt hár, ljósa húð, mikið af fæðingarblettum eða fjölskyldusögu um húðkrabbamein? Þá skaltu gæta sérstaklega vel að húðinni og velja sólarvörn af kostgæfni.

3. Ekki gleyma að bera á svæði eins og eyru, hársvörð, aftan á háls og hné, augnlok og ristar.

4. Passaðu að húð þín sé bæði þurr og hrein þegar þú berð á hana.

5. Best er að fara varlega í sólböðin og nota alltaf sólarvörn með stuðlinum 15 eða meira (15 SPF) og vörn sem verndar húðina bæði gegn UVB og UVA geislum.

 

SHARE