5 hlutir sem þú ættir ekki að borða ef þú ert með geðhvörf

Það sem þú setur ofan í þig hefur áhrif á líkama þinn, huga og skap. Ef þú ert greind/ur með geðhvörf, ættir þú að forðast ákveðin matvæli vegna þess að þeir geta leitt til sveiflna í geði. Það eru tengsl milli ofþyngdar og geðhvarfa svo það er mjög mikilvægt að velja frekar hollan mat. Rannsókn hefur sýnt fram á að ákveðin feitur matur getur stuðlað að slæmri andlegri heilsu og að hreyfing og gott mataræði getur haft mjög góð áhrif á líðan fólks með geðhvörf Ef þú tekur út ákveðin matvæli úr mataræði þínu, muntu bæta líkamlega og líkamlega heilsu þína, þar á meðal heilsu hjartans.

Sjá einnig: 5 falin merki um þunglyndi


1. Al
kóhól

Hættu að neyta áfengis ef þú ert með geðhvörf. Alkóhól getur haft mjög neikvæð áhrif á lyf eins og lithium og getur líka komið af stað allskonar leiðindaskapsveiflum. Ein rannsókn hefur sýnt fram á fólk með geðhvörf, sem drekkur áfengi á það á hættu að deyja langt fyrir aldur fram.

2. Koffein

Koffein getur haft slæm áhrif á fólk með geðhvörf og haft mjög slæm áhrif á svefninn. Svefnleysi er mjög slæmt fyrir fólk sem er með geðhvörf og getur valdið alvarlegum sveiflum og oflæti. Í rannsókn frá árinu 2020 kemur fram að koffein getur komið af stað einkennum oflætis og einnig haft áhrif á upptöku sumra lyfja í líkamanum.

3. Salt

Ef þú ert á lithium við geðhvörfum þarftu að passa uppá hversu mikið salt þú borðar því saltið getur haft áhrif á lithium. Passaðu að drekka nægan vökva því ofþornun getur haft mjög alvarlegar afleiðingar.

Sjá einnig: Er maki þinn alltaf í símanum? Hvað er til ráða?

4. Fita

Takmarkaðu magn mettaðrar fitu og transfitu í mataræði þínu. Veldu magurt prótein, fitusnauðar mjólkurafurðir, nóg af ferskum ávöxtum og grænmeti og hollum kornum. Haltu þig frá steiktum mat, því hann er slæmur fyrir geðhvörf og einnig fyrir hjarta þitt.

5. Sykur

Ef þú borðar mikinn sykur getur verið mjög erfitt fyrir þig að stjórna þyngd þinni. Einnig getur sykur haft neikvæð áhrif á lyfin við geðhvörfunum. Ef þig langar í eitthvað sætt, ættirðu frekar að velja sætan ávöxt.

Heilsusamlegri kostir

Það þarf ekki endilega að umbreyta mataræði sínu til að borða hollara. Ef þú ert meðvituð/aður um hvaða mat þú velur ertu strax að bæta líðan þína.

Hér eru nokkrir hollari valkostir:

– Frekar enn að borða hvítt brauð, veldu frekar heilhveitibrauð.
– Slepptu snakki og frönskum og fáður þér ferskt grænmeti með hummus.
– Ekki drekka 5 bolla af kaffi á dag. Skiptu einhverjum bollum út fyrir gott te.
– Frekar en að steikja mat, prófaðu að baka hann eða gufusjóða hann.

Heimildir: Womendaily.com

SHARE