Það eru mjög margir sem þjást af stórutáarskekkju. Ástæðan getur verið arfgeng eða bara einfaldlega vegna þess að við erum oft ekki að nota nægilega góða skó. Stórutáarskekkja (bunion) getur valdið miklum sársauka og óþægindum og þess vegna bregða margir á það ráð að fara í aðgerð til að láta laga þetta.
Það eru hinsvegar til nokkrar leiðir til að hafa áhrif á stórutáarskekkju og geta hjálpað mjög mikið og jafnvel komið í veg fyrir að þú þurfir að fara í aðgerð.
1. Gakktu berfætt/ur
Gakktu berfætt/ur við hvert tækifæri sem gefst. Ef þú gerir það, styrkir þú vöðvana í fótunum og það getur unnið með þér í að koma beininu við stóru tánna á réttan stað.
2. Styrktu vöðvana með æfingum
Það eru til æfingar til að styrkja fæturnar og draga úr sársaukanum. Gerðu þessar æfingar en byrjaðu rólega.
- Gríptu um handklæði með tánum og haltu í 10 sekúndur og slakaðu svo. Endurtaktu 5-10 sinnum.
- Stattu með fæturnar á gólfinu. Þrýstu tánum í gólfið í 10 sekúndur án þess að lyfta hælnum. Lyftu tánum upp af gólfinu með hælinn í gólfinu og haltu í 10 sekúndur. Endurtaktu 5 sinnum.
Sjá einnig: Er þér illt þarna? – Prófaðu þetta þá!
3. Notaðu ís til að lina sársaukann
Ef þér er mjög illt er gott að nota ísmola til að lina sársaukann og draga úr bólgu. Settu ísmolana í viskastykki og leggðu á hnúðinn. Ekki þrýsta fast og láttu vera á í 15-20 mínútur.
4. Laxerolía getur dregið úr bólgunni
Laxerolía dregur úr bólgumyndun og er bólgueyðandi og getur hjálpað til við að draga úr sársauka og bólgum. Hitaðu um 100 ml af laxerolíu á pönnu, dýfðu klút í olíuna og leggðu á hnúðinn. Vefðu fætinum svo inn í handklæði til að halda hitanum og hafðu þetta á í að minnsta kosti 20 mínútur. Mátt gera þetta daglega.
5. Notaðu spelku
Það er hægt að kaupa spelkur til að hafa á fætinum. Hún dregur úr óþægindum þegar þú ert í skóm og kemur í veg fyrir núning. Hún dregur líka stóru tánna í rétta stöðu sem hjálpar til við að koma beininu á réttan stað.
Heimildir: Womendailymagazine.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.