Það er svo skemmtilegt að finna nýjar leiðir til þess að brúka hitt og þetta. Til dæmis svitaeyði – hvern hefði grunað að slíkur varningur gerði gagn annarsstaðar en í handakrikunum? Ekki mig!
1. Þú getur notað svitaeyði til þess að koma í veg fyrir að þú svitnir á fótunum. Best er að bera hann á hælana fyrir svefninn – fæturnir lykta þá líka almennt betur. Sem er jú ávallt plús. Það má einnig setja hann á önnur svæði sem þú vilt halda þurrum, til dæmis undir brjóstin.
2. Svitaeyðir getur forðað þér frá því að fá blöðrur á fæturna þegar nýir skór eru teknir í notkun. Renndu honum undir fæturna og á milli tánna, voilá – talsvert minni líkur á að nýju skórnir valdi þér óþægindum og skaða.
3. Nuddast lærin á þér saman? Þetta er kannski ekki daglegt vandamál hjá mörgum en getur þó verið ansi hvimleitt þegar farið er til sólarlanda. Þar væflast maður jú um á stuttbuxum daginn út og daginn inn. Settu svitaeyði á innanverð lærin – nuddsár og ónot munu heyra sögunni til.
4. Skordýrabit – svitaeyðir dregur úr sársauka sem fylgt getur skordýrabitum – alveg eins og skot.
5. Svitasprey er hægt að nota til þess að fjarlægja naglalakk. Spreyjaðu á nöglina og strjúktu strax yfir með bómul – það þarf þó að hafa hraðar hendur, spreyið þornar mjög hratt. En naglalakkið svoleiðis rennur af.
Heimild: Goodhousekeeping.com
Tengdar greinar:
6 skemmtilegar leiðir til þess að brúka smokka
10 trix sem auðvelda þér lífið
Hártrix – Þetta ættu allar stelpur að læra