5 vítamín sem konur ættu að taka

Það er gott að taka vítamín í bland við hollan mat og næga vatnsdrykkju.

Hér eru 5 vítamín sem konur ættu að taka, samkvæmt WomenDaily.

Kalsíum

Kalsíum er eitt af mikilvægustu næringarefnum mannslíkamans og þarf að fá í gegnum næringu. Konur hafa sérstaklega gott af kalsíum. Það er sorgleg staðreynd en konur eru líklegri til að fá beinþynningu og aðra sjúkdóma tengda beinum, en karlar. Þess vegna er mikilvægt fyrir konur á öllum aldri að fá nóg af kalsíum. Það er sérstaklega mikilvægt eftir þrítugt. Mundu að drekka nóg vatn og hafðu samráð við lækni um magnið sem þú ættir að taka af töflum ef þú ert ekki að fá nóg kalsíum úr matnum.

Járn

Járn er líka mjög mikilvægt fyrir konur, ekki síður en kalsíum. Konur þurfa meira magn af járni heldur en karlar því þær missa auðvitað töluvert meira blóð en karlar í hverjum mánuði. Ef þú upplifir miklar blæðingar ættirðu að taka járn reglulega. Það er frekar algengt að konur verði fyrir blóðleysi án þess að átta sig á því svo það er mjög gott að taka járnið reglulega.

Sjá einnig: Hvernig lýsir B12 vítamínskortur sér?

B vítamín

Það eru til 8 mismunandi tegundir af B vítamínum og þó þau séu öll mikilvæg fyrir orkuframleiðslu líkamans, hafa þau öll mjög mikilvægu hlutverki að gegna. B vítamín safnast ekki fyrir í líkamanum og þess vegna er nauðsynlegt að taka þau reglulega. B6 og B12 vítamín eru sérstaklega mikilvæg fyrir konur og minnka líkur á hjartasjúkdómum. Biotín og níasín, hins vegar, eru nauðsynleg vítamín til að halda hárinu og húðinni heilbrigðum innan frá.

 

Omega-3

Lýsi eða Omega 3 fitusýrur er heilsusamlegasta fita í heimi og olía, gerð úr þeim er góð fyrir alla, ekki bara konur.  Samkvæmt Nutri Dyn eru nokkrir af kostum Omega 3 eftirfarandi:

  • Það dregur verulega úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum
  • Fitan dregur úr bólgum í líkamanum og er góð fyrir þá sem eru viðkvæmir í liðum.
  • Fitan eykur vitsmunalega getu og er góð fyrir fóstur ef móðirin tekur Omega 3 á meðgöngu.
  • Omega 3 vinnur á móti þunglyndi, kvíða og jafnvel Alzheimer
  • Getur dregið úr einkennum á sjálfsónæmissjúkdómum eins og sykursýki 1, sáraristilbólgu, Crohn´s sjúkdómnum, psoriasis og MS.
  • Ónæmiskerfið er verður sterkara með Omega 3

Zinc

Konur eru yfirleitt með nóg af Zinc-i í líkamanum nema ef þær eru grænmetisætur eða vegan. Það er gott fyrir konur að taka Zinc ef þær eru barnshafandi eða með barn á brjósti. Bæði grænmetisætur og fólk sem borðar bara vegan ætti að láta fylgjast með Zinc magninu í líkamanum og ræða við lækni um hvort og þá hversu mikið ætti að taka Zinc.

Heimildir: Womandaily.com

SHARE