Ég hef áður sagt ykkur frá því að ég hætti að borða glúten fyrir um ári síðan af heilsufarslegum ástæðum.
Glúten er prótein sem finnst í ákveðnum korntegundum eins og hveiti, rúgi og byggi.
Glúten er það sem lætur bakstur til að mynda, auðveldari og gefur mýkt og raka. Það gerir brauðinu kleift að lyfta sér og gefur seiga áferð.
Sjá einnig: Þau muna ALLT í lífi sínu
Þó glúten sé í lagi fyrir marga eru sífellt fleiri að greinast með óþol og ofnæmi fyrir glúteni og þá er um að gera að halda sig frá því.
Mörg matvæli eru með innihaldsefnum sem innihalda glúten. Það er því mikilvægt að lesa á umbúðir og skoða innihaldslýsinguna.
Hér er listi yfir 54 glútenlaus matvæli.
1-11
Heilkorn
Nokkur útvalin heilkorn innihalda glúten en afgangurinn er náttúrulega glútenlaus.
Það er mjög mikilvægt að athuga innihaldslýsingu þegar þú kaupir heilkorn. Jafnvel glútenlaus heilkorn geta verið menguð með glúteni, sérstaklega ef þau eru unnin á sama stað og glútenið er unnið.
Til dæmis eru hafrar oft unnir á sama stað og hveiti er unnið, sem getur orðið til þess að það smitist á milli. Þess vegna ættirðu að fá að staðfest að hafrarnir sem þú kaupir séu vottaðir glútenlausir.
Glútenlaust heilkorn
- Kínóa
- Brún hrísgrjón
- Villt hrísgrjón
- Bókhveiti
- Sorghum (ísl. þýðing: Dúrra)
- Tapíóka
- Hirsi
- Amaranth
- Teff
- Örvarót
- Hafrar (vertu viss um að þeir séu merktir sem glútenlausir þar sem þeir geta verið mengaðir af glúteni við vinnslu.)
Haltu þig frá:
- Hveiti, öll afbrigði (heilhveiti, hveitiber, graham, bulgur, farro, farina, durum, kamut, brómað hveiti, spelt osfrv.)
- Rúgur
- Bygg
- Rúghveiti
Þessi hveitikorn sem innihalda glúten eru oft notuð til að búa til vörur eins og brauð, kex, pasta, morgunkorn, bakaðar vörur og snarlmat.
12-26
Ávextir og grænmeti
Allir ferskir ávextir og grænmeti eru náttúrulega glútenlausir. Hins vegar geta sumir unnir ávextir og grænmeti innihaldið glúten, sem eru stundum bragðbætt eða notuð í þau þykkingarefni.
Glútenlausir ávextir og grænmeti
Þrátt fyrir að listinn hér að neðan sé ekki tæmandi gefur hann þér hugmynd um ferska ávexti og grænmeti sem þú getur notið á glútenlausu mataræði.
- Sítrusávextir, eins og appelsínur og greipaldin
- Bananar
- Epli
- Ber
- Ferskjur
- Perur
- Blómkál og spergilkál
- Kál eins og spínat, grænkál og beðjur
- Grænmeti með sterkju, eins og kartöflur, maís og grasker
- Papríka
- Sveppir
- Laukur
- Gulrætur
- Radísur
- Grænar baunir
Ávextir og grænmeti sem þú ættir að skoða innihaldslýsinguna á:
Niðursoðnir ávextir og grænmeti: Þeir geta verið niðursoðnir í sósu sem inniheldur glúten. Ávextir og grænmeti sem eru niðursoðnir með vatni eða náttúrulegum safi eru líklega glútenlausir.
Frosnir ávextir og grænmeti: Stundum innihalda þeir viðbætt bragðefni og sósur sem innihalda glúten. Einfaldir og frosnir ávextir/grænmeti er venjulega glútenlaust.
Þurrkaðir ávextir og grænmeti: Sumir geta innihaldið innihaldsefni sem innihalda glúten. Léttir, ósykraðir, þurrkaðir ávextir og grænmeti eru gjarnan glútenlausir.
Forhakkaðir ávextir og grænmeti: Þetta gæti verið krossmengað með glúteni á framleiðslustað.
Sjá einnig: Árið 2020 á 8 sekúndum
27-32
Prótein
Flest prótein eru náttúrulega glútenlaus. Hins vegar eru oft notaðar sósur með þessum próteinum sem innihalda sojasósu, hveiti og fleira.
Glútenlaust prótein
- Belgjurtir (baunir, linsubaunir, jarðhnetur)
- Hnetur og fræ
- Rautt kjöt (ferskt nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt)
- Alifuglar (ferskur kjúklingur, kalkúnn)
- Sjávarfang (ferskur fiskur, hörpuskel, skelfiskur)
- Hefðbundinn sojamatur (tofu, tempeh, edamame o.s.frv.)
Prótein sem þú ættir að skoða innihaldslýsinguna á:
- Unnin kjötvara, svo sem pylsur, pepperoni, pylsa, salami og beikon
- Grænmetisbuff
- Álegg
- Hakkað kjöt
- Prótein sem hefur verið blandað í sósur eða krydd
- Réttir sem fara í örbylgjuna
33-39
Mjólkurvörur
Flestar mjólkurafurðir eru náttúrulega glútenlausar. Þær sem eru bragðbættar og innihalda aukaefni sem best er að kíkja á.
Glútenlausar mjólkurvörur
- Mjólk
- Smjör og ghee
- Ostur
- Rjómi
- Kotasæla
- Sýrður rjómi
- Jógúrt
Mjólkurvörur sem þú ættir að skoða innihaldslýsinguna á:
- Bragðbættar mjólkurvörur og jógúrt
- Unnar ostur, eins og ostasósur og smurostur
- Ís, stundum er aukaefnum blandað saman við og þau geta innihaldið glúten.
- Bragðbættar mjólkurvörur og jógúrt
- Unnar ostur, eins og ostasósur og smurostur
- Ís, stundum er aukaefnum blandað saman við og þau geta innihaldið glúten.
Sjá einnig: Glútenlausar piparkökur
40-44
Fita og olía
Fita og olía eru náttúrulega glútenlausar. Stundum hefur verið blandað í þær öðrum efnum sem bragðbæta og/eða þykkja.
Glútenlaus fita og olíur
- Smjör og ghee
- Ólífur og ólífuolía
- Avókadó og avókadóolía
- Kókosolía
- Jurta- og fræolíur, þar með talin sesamolía, rapsolía og sólblómaolía
Fita og olía sem þú ættir að skoða innihaldslýsinguna á:
- Fitusprey
- Olíur með kryddi og bragðefnum
45-51
Drykkjarföng
Það eru til nokkrar tegundir af glútenlausum drykkjum sem þú getur notið.
Sumir drykkir eru þó blandaðir við aukaefnum sem innihalda glúten. Þar að auki eru sumir áfengir drykkir framleiddir með malti, byggi og öðrum kornum sem innihalda glúten og ætti að forðast þau á glútenlausu mataræði
Glútenlausir drykkir
- Vatn
- 100% ávaxtasafi
- Kaffi
- Te
- Sumir áfengir drykkir, þ.mt vín og bjór úr glútenlausu korni, svo sem bókhveiti eða sorghum
- Íþróttadrykkir, gos og orkudrykkir
- Sítrónuvatn
Drykkir sem þú ættir að skoða innihaldslýsinguna á:
- Fyrirfram blandaðir drykkir
- Keyptir hristingar
Drykkir sem ætti að forðast:
- Maltdrykkir
- Hveitibjór
52-54
Krydd, sósur og bragðefni
Krydd, sósur og bragðefni innihalda oft glúten en þau eiga það til að gleymast.
Þrátt fyrir að flest krydd, sósur og bragðefni séu náttúrulega glútenlaust, þá er stundum bætt í þau innihaldsefnum sem geta innihaldið glúten.
Glútenlaus krydd, sósur og bragðefni
- Tamari
- Kókos amínós (cocos aminos).
- Hvítt edik, eimað edik og eplaedik
- Krydd, sósur og krydd til að tvítaka
Krydd, sósur og bragðefni sem þú ættir að skoða innihaldslýsinguna á:
- Tómatsósa og sinnep
- Worcestershire sósu
- Súrar gúrkur
- Grillsósa
- Majónes
- Salat sósa
- Pastasósa
- Þurrt krydd
- Salsa
- Sósukraftur
- Fyllingablöndur
- Hrísgrjónaedik
Heimildir: healthline.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.