Hinn 58 ára gamli Valery Smagliy frá Úkraínu skartar lengstu augnhárum í heimi. Valery þakkar ákveðinni fæðutegund fyrir þennan ofvöxt – hann neitar hins vegar að gefa upp um hvaða fæðutegund er að ræða. Augnhár hans eru það fyrirferðarmikil að hann sér vart hálfa sjón. Hann er þó tregur til þess að láta snyrta þau, bæði vegna þess að hann vill komast í Heimsmetabók Guiness og einnig vegna athyglinnar sem hann er að fá frá hinu kyninu. En konur hafa víst aldrei verið jafn trylltar í herra Smagliy.
Við værum hvað flestar sennilega alveg til í að fá frekari upplýsingar um þessa töfrafæðu sem Valery borðar til þess að næra augnhár sín. En hann gefur ekkert upp. ,,Ég segi ekki neitt – mögulega markaðsset ég þetta, sjáum til.”
Tengdar greinar:
Fólk sem á heimsmet í.. skrýtnum hlutum!
Borðaði 182 sneiðar af beikoni á 5 mínútum
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.