Mjög margar konur hafa áhyggjur af því að vera með of breið læri. Margir hafa tekið eftir „thigh gap“ sem hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum, en við erum nú ekki alveg að mæla með því. Er það ekki full mikið af hinu „góða“?
En við vitum að það getur verið erfitt að missa fitu af lærunum, sérstaklega ef þú ert ein af þeim sem safnar helst fitunni á rass og læri. Hér eru samt nokkrar æfingar sem eiga að svínvirka.
1. Hnébeygjur
Mörgum finnast hnébeygjur vera ansi leiðinlegar. Þær eru samt mjög góðar til þess að móta lærin og auka styrk í neðri líkama þínum. Hnébeygjur eru eiginlega lykillinn að því að móta lærin svo það má ekki sleppa þeim. Þegar þú ert orðin vön, geturðu farið að gera þessa æfingu með lóð í hönd.
2. Sprellikall
Sprellikallinn er æfing sem tekur á öllum hlutum líkamans. Hún getur líka brennt fitu af lærum þínum og komið púlsinum upp. Sprellikall er gott fyrir heilsuna þína og stuðlar að heilbrigðu hjarta og lungum.
3. Framstig
Framstig eru mjög einfaldar æfingar sem hægt er að gera hvar sem er. Það eykur styrkinn í neðri hluta líkamans og er ein besta leiðin til að minnka fitu á lærum. Hún kemur hjartanu til að slá hraðar og þá ferðu að brenna fitu.
4. Mjaðmalyftur
Leggstu á hlið á gólfið og hafðu fótleggi beina. Reistu svo mjaðmirnar eins og þú getur og endurtaktu nokkrum sinnum á hvorri hlið. Ef þetta er of erfitt geturðu byrjað með neðra hnéð í gólfinu.
5. Hjólaðu
Þú þarft ekki að eiga þrekhjól til að geta hjólað. En ekki örvænta, þessi æfing er mjög góð fyrir þig. Þú leggst á bakið og setur fætur í 90° og hjólar. Þessi æfing er líka góð fyrir þá sem eru með verki í liðum.
6. Sippaðu
Förum aftur í tímann og drögum fram sippubandið. Þetta er góð æfing til að brenna og skemmta sér á sama tíma. Hún styrkir grunnvöðvana, læri og fótleggi. Þú þarft ekki einu sinni að hoppa mjög hátt.
Heimildir: womendailymagazine.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.