Við fyrstu sýn er Coy Mathis ósköp venjuleg sex ára stúlka. Henni finnst gaman að klæða sig upp, elskar bleikan lit og leikur sér með dúkkur. Eina sem er öðruvísi við Coy er að hún fæddist sem drengur.
Nýlega var það fengið í gegn að hún fengi að nota stúlknasalernið í skólanum sínum í Colorado.
Það eru til nokkur dæmi um börn sem hafa fæðst í röngum líkama og miklar umræður eru um það hversu ungir krakkar megi byrja kynleiðréttingarferli.
Þetta er saga Coy.