Það er líklega minnihluti fólks sem býr um rúmið sitt á morgnana, en þú ættir sannarlega að gefa þér tíma til þess.
Það að búa um rúmið sitt á morgnana tekur líklega ekki lengri tíma en tvær mínútur. Samt er eflaust minnihluti fólks sem gefur sér tíma til þess áður en það heldur út í daginn. Ef þú tilheyrir þeim hópi sem býr aldrei um rúmið sitt, þá ættirðu að endurskoða morgunrútínuna og gefa þér þessar tvær mínútur, það gæti nefnilega bætt líf þitt.
Það hjálpar þér að byrja daginn vel
Að ljúka einföldu verkefni, eins og búa um rúmið þitt, er góður undirbúningur fyrir afkastamikinn dag. Það fyllir þig stolti og hvetur þig til að takast á við önnur og stærri verkefni.
Hamingjusamir búa frekar um rúmið
Samkvæmt óformlegum könnunum virðist fólk sem býr um rúmið sitt vera hamingjusamara en þeir sem gera það ekki. Þá eru þeir sem búa um rúmið líklegri til að eiga sitt eigið húsnæði og vera í vinnu sem þeir elska.
Þú sefur betur
Þeir sem búa um rúmið sitt virðast líklegri til að fá betri nætursvefn ein þeir sem gera það ekki.
Viðheldur góðum siðum
Þeir sem búa um rúmið á morgnana eru líklegri til að viðhalda öðrum góðum siðum, eins og að hreyfa sig reglulega og halda sig við fjárhagsáætlun heimilisins. Þetta virðist allt hanga saman
Dregur úr stressi
Að búa í rými þar sem er mikil óreiða getur orsakað óþarfa kvíða og stress. Það auðveldar þér að viðhalda góðri andlegri heilsu að hafa hlutina í röð og reglu í kringum þig.
Þér líður einfaldlega betur
Þó það séu vissulega aukahandtök á morgnana að búa um rúmið þá er fátt sem toppar það að leggjast til hvílu í vel umbúnu rúmi eftir erfiðan dag.
Heimildir: Fréttatíminn