6 atriði sem lengja líf fólks og gerir fólk hamingjusamara

Hjá „Business Insider UK“ má finna grein um Rannsókn á hamingju og langlífi.

Rannsóknateymi hjá Harvard fylgdi eftir 800 manns í nokkra áratugi og fann þannig út að það eru 6 atriði sem skila fólki hærri lífaldri og meiri hamingju.

Atriðin eru:

  • Ekki reykja né drekka áfengi.
  • Hærra menntunarstig, góð menntun eykur góðar venjur.
  • Góð barnæska, barnæskan hefur áhrif út lífið.
  • Sambönd eru allt, ást er hamingja.
  • Seigla, að takast á við erfiðleika á þroskandi hátt, húmor.
  • Gefa áfram, sterkt sjálf og gefa af sér til annara.

Þannig að til þess að skapa sér gott og langt líf er málið að hvorki reykja né drekka áfengi. Læra bara nógu mikið í þessu lífi. Eiga góðar æskuminningar ef ekki vinna úr erfiðri æsku svo hún sé ekki að naga mann. Góð sambönd við fólkið sitt og rækta ástina. Takast á við erfiðleika með þroska og húmor, vera óhrædd/ur við að leita hjálpar ef þörf. Gefa af sér til annara, láta gott af sér leiða.

Þetta er uppskrift sem allir geta nýtt sér.

Nánar má lesa um þessa rannsókn hér.

 

SHARE