
Ef þú finnur fyrir verkjum í liðum er margt sem hægt er að gera til að fyrirbyggja og jafnvel koma í veg fyrir verkina. Sumt sem við borðum er alls ekki gott fyrir liðina og meðal þess sem er ekki mælt með fyrir þá sem finna til í liðum eru:

1. Sykur og salt
Lágmarkaðu neyslu þína á sykri og salti ef þú ert að eiga við liðverki. Unninn sykur eykur bólgumyndun og getur látið þig bæta á þig. Salt, hinsvegar, er fullt af aukaefnum og efnum sem geta komið ójafnvægi á vökvamagnið í líkamanum. Forðastu sælgæti, gos, sætabrauð og unna matvöru sem inniheldur mikið salt. Það er mjög gott að skipta venjulegu salti út fyrir Himalayan salt.

2. Áfengi
Alkóhól er ekki bara skaðlegt fyrir lifrina þína, heldur hefur það slæm áhrif á liðina líka.

3. Rautt og unnið kjöt
Rautt kjöt og unnin kjötvara inniheldur nítrat og púrín. Þessi tvö efni valda bólgum og verkjum í líkamanum. Ekki nóg með það heldur getur svona kjöt aukið vöxt krabbameinsæxla.

4. Mjólkurvörur
Mjólkurvörur valda bólgum í líkama margra, án þess að þau geri sér grein fyrir því. Bólgur valda liðverkjum svo það er ágætt að halda sig frá mjólkurvörum.

5. Unnin kolvetni
Unnin kolvetni, eins og hvít hrísgrjón, hvítt hveiti, kartöflur og margar tegundir af morgunkorni, geta valdið offitu. Þau geta líka valdið hækkun í blóðþrýstingi og bólgum í líkamanum.

6. Kornolía
Forðastu að borða jarðhnetu-, soja- og vínkjarnaolíu því þær valda bólgum í líkamanum. Fáðu þér frekar olíu sem er rík af Omega-3, en hún er til dæmis í graskersfræjum, hörfræjum og ólífuolíu.
Heimildir: Womendaily

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.