6 hlutir sem geta rústað öllum samböndum

Þó að sumt fólk segist vilja vera einhleypt það sem eftir er, er það mannlegt eðli að þrá nánd við aðra manneskju. Það getur verið erfitt að viðhalda samböndum og sýnir tölfræðin að um 40% fyrstu hjónabanda, enda með skilnaði. Hjónaband númer tvö er svo enn ólíklegra til að endast.

Ástæður skilnaða geta verið jafn misjafnar og einstaklingarnir sjálfir, en hér eru 6 algengustu ástæður þess að sambönd gangi ekki upp.

1. Vantraust


Traust er algjörlega nauðsynlegt til að sambönd geti gengið og nándin sé mikil milli para/hjóna. Á sama tíma getur verið erfitt að vinna sér inn traust og halda því. Traustið snýr jafnt að fjárhagslegu trausti og tilfinningalegu trausti.

Oft er vantraust vegna undirliggjandi vandamála sem aldrei voru rædd að fullu og leyst, eins og t.d. þegar annar aðilinn tapaði fullt af peningum í fjárhættuspili eða að annar aðilinn í sambandinu var aldrei sáttur við hvar þau keyptu sér íbúð og hefði viljað eitthvað allt annað. Með tímanum geta þessi óleystu mál farið að valda leiðindum í dagsdaglegum samskiptum parsins, búið til tortryggni og vantraust við hinar hversdagslegu athafnir.

Sjá einnig: 5 ráð til að ná betri djúpsvefni

2. Framhjáhald og afbrýðisemi

Þó traust geti farið úr samböndum af ýmsum ástæðum, er grunur um eða staðfest framhjáhald eitt það erfiðasta til að komast yfir í ástar- og hjónaböndum. Hvort sem það er tilfinningalegt eða líkamlegt framhjáhald, eyðileggur framhjáhald næstum helming sambanda þar sem annar aðilinn tekur hliðarspor. Jafnvel þó parið ákveði að halda áfram að vera saman þá er ferlið sem fylgir því að byggja upp sambandið aftur, erfitt og tilfinningaþrungið.

Þetta á við bæði í tilvikum þar sem framhjáhald átti sér stað og þar sem eingöngu voru ásakanir um framhjáhald. Framhjáhald er sárt en að vera ranglega sakaður um framhjáhald getur verið einstaklega sárt fyrir þann sem er sakaður um það. Það eyðileggur traust og nánd í sambandinu. Það er mjög mikilvægt að vera ekki með ásakanir sem engar sannanir eru fyrir og reyna að taka samtalið opið og einlægt án þess að vera með ásakanir.

3. Samskiptaerfiðleikar

Mörg pör eiga í erfiðleikum með samskipti og halda því oft fram að þau tali sitthvort tungumálið. Samskiptaleysi getur orðið til þess að hjón sem eitt sinn voru náin, fara að fjarlægjast hvort annað og fara að lifa meira eins og vinir en hjón.

Með tímanum finnur fólk fyrir einangrun og einmanaleika og fólk getur farið að leita tilfinningalegrar nándar annars staðar. Samskiptaleysi getur líka leitt til gremju og valdið því að samskipti fara að vera full af kaldhæðni og niðurrifi frekar en að samskipti verði heilbrigð.

4. Skortur á jafnvægi

Skortur á jafnvægi er frekar algengt meðal ungra para og þeirra sem eiga lítil börn eða aldraða foreldra, en þetta á getur átt við í öðrum samböndum líka. Ójafnvægi á sér stað þegar annar eða báðir aðilar eru ekki með sambandið í forgangi og leggja alltof mikla áherslu á annað fólk og aðstæður.

Það er eðlilegt að sambönd eigi sína góðu og slæmu tíma og þegar eitthvað amar að, fer athyglin af sambandinu. Þetta fer að verða vandamál þegar annar aðilinn í sambandinu finnst hann vera tekin sem gefnum hlut, að ekki sé hlustað á hann og hann ekki metinn að verðleikum.

Dæmi um jafnvægisleysi sem getur skemmt sambönd eru til dæmis: Að vera alltaf með foreldrum annarrar manneskjunnar um hátíðarnar, annar aðilinn fer alltaf út að fá sér drykk eftir vinnu og annar aðilinn ákveði alltaf hvert skal halda í frí. Þó þú sért að takast á við vandamál utan sambandsins, mundu samt að tala reglulega við maka þinn og leyfa honum að taka þátt í ákvarðanatökum.

Sjá einnig: Er með svartmyglu í heilanum eftir ferðalag

5. Vantar samhæfni

Andstæður eiga það til að dragast að hvort öðru, en það getur verið mjög erfitt að halda fólki sem er mjög ólíkt saman. Það er mjög gott að vera sammála um hvað skiptir máli í lífinu og heimsviðhorfum. Ef þið eruð það ekki þá er mjög mikilvægt að sýna viðhorfum hins aðilans virðingu og það er nauðsynlegt að gera málamiðlanir.

Það er sama hvort umræðan snúist um hvort þið eigið að segja barninu ykkar að jólasveinninn sé til eða hvort þið viljið að börnin eigi að vera kynnt fyrir ákveðnum trúarbrögðum, þá verða hjón að finna leið til þess að virða hvort annað og komast að samkomulagi.

6. Ofbeldishegðun

Ofbeldi er aldrei í lagi í neinu sambandi en ofbeldishegðun á það til að ágerast. Reið, vanvirðing og að reisa upp tilfinningalega veggi er eitthvað sem eyðileggur mörg sambönd með tímanum. Ef maður hefur ekki viljann eða getur ekki virt skoðanir maka síns, tilfinningar og trú getur það eyðilagt traust og nánd í sambandinu.

Þetta vandamál getur eyðilagt sambönd en getur einnig verið tækifæri til að bæta sambandið. Ef þið maki þinn eigið við vandamál að stríða, ættuð þið að leita ykkur aðstoðar hjá fagmanni. Ef báðir aðilar hafa viljann og vilja taka ábyrgð í aðstæðunum, þá er hægt að bjarga sambandinu með mikilli vinnu.

Heimildir: https://www.yourtango.com/

SHARE