6 hlutir sem karlmenn „fíla” í samböndum

Reglulega birtast greinar í blöðum á borð við Cosmopolitan, US Weekly o.s.frv. sem benda á hvað karlmenn eigi að gera svo konum líði vel í tilfinningasambandi. Ráðleggingarnar eru allt frá því að fara með konuna út að borða til þess hvernig á að koma á óvart með því að nudda ástkonuna upp úr erótískum olíum við kertaljós, liggjandi á rósarbeði.

En til að samband gangi upp, þá þarf þetta að orka tvívegis, ekki satt? Og hvað er það nákvæmlega sem karlmenn vilja frá maka sínum í sambandi?

 

 

172918138

 

1. Hlustaðu á manninn þegar hann talar:

Karlmenn vilja láta hlusta á sig, alveg eins og konur. Vissulega hefur verið sýnt fram á að konur hafi meiri þörf fyrir að tjá sig en karlmenn, en það þýðir ekki að orð karlmanna hafi minna vægi. Hlustið því á karlmanninn á sama hátt og þið viljið að hlustað sé á ykkur.

 

 

459776783

 

2. Stundum langar „manni” bara að lesa bók … :

Karlmenn vilja að þeir séu látnir í friði þegar þeir sinna sínum áhugamálum. Hvort sem það er fótbolti, smíðavinna, lesa bók eða hvaðeina. Sífelldar truflanir út af smávægilegum athugasemdum trufla bara karlmanninn. Þarna er reginmunur á konum og karlmönnum. Litlar athugasemdir og smávægileg inngrip eru e.t.v. ekki truflun fyrir ykkur en þetta ER truflun fyrir gaurana.

 

 

185317480

 

3. Strákar vilja líka njóta snertingar og stundum vilja þeir vera undir:

Karlmenn vilja líka láta nudda sig, alveg eins og konur vilja.

 

 

168510391

 

4. Þeir vilja vera „aðalnúmerið” í augum konunnar á mannamótum:

Karlmaðurinn vill að konan láti honum líða eins og hann skipti máli. Á mannamótum vill karlmaðurinn að konan komi fram við hann eins og hann sé stjarnan í lífi hennar. (Hljómar þetta kunnuglega, stelpur?)

 

107460261

 

5. Karlmenn eru ekki forspáir hugsanalesarar:

Karlmenn lesa ekki hugsanir frekar en konur gera. Mikilvægt er að konur átti sig á þeirri staðreynd. Fátt fær karlmenn til að líða jafn illa og maki sem setur í sífellu upp aðstæður þar sem karlmaðurinn á að „vita“ hvað konan er að hugsa eða hvað konan vill. Svona leikir virka ekki. Það eina sem „ágískunarleikir” gera, er að skapa óvissu og óvissan veldur svo streitu. Það er afar sjaldan gott fyrir sambönd.

 

476806437

6. Karlmenn eru ekki óstöðvandi kynlífsmaskínur:

Karlmenn vilja ekki kynlíf allan daginn. Það er mýta. Vissulega hugsa karlmenn mikið um kynlíf en við erum háðir takmörkunum. Slakið aðeins á kröfunum, stelpur!

 

Jæja, þá vitið þið það. Þetta er það sem Pétur Jónsson vill fá út úr sínu sambandi. Nú skulum við skoða hvað Jón Ásgeirsson vill, en það eru einmitt sex gjörólík atriði sem einnig verður að hafa í huga. Og þau eru …

Eruð þið búin að átta ykkur? Það eru til endalausar „ráðleggingar“ um hvernig á að gera hitt og þetta í samböndum. En allflestar þessar greinar eru annað hvort byggðar á þörfum eða reynslu þess er skrifar greinina, langlífum mýtum eða jafnvel draumkenndri sýn á tilhugalífið sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Ég er hvorki sambandráðgjafi eða sérfræðingur en þó veit ég eitt:

Sambönd byggja á trausti, ást og virðingu umfram öllu öðru. Einstaklingar eru misjafnir að gerð og það óháð kyni. Einum finnst æðislegt að fá frumsamið ljóð á meðan öðrum finnst það hræðilega hallærislegt. Öðrum finnst algjör draumur að vera með maka sem er hugulsamur og nærgætinn á meðan næsti maður vill hið gagnstæða.

Er þá ekki komið að því um að leggja frá sér misgáfulegar ráðleggingar sem finna má í slúðurblöðum og taka einfaldlega manneskjunni eins og hann/hún er? Ég hugsa að hver einasta manneskja með smávægilega reynslu í pokahorninu geti staðfest að um leið og þú ætlast til að einstaklingurinn breytist eða hagi sér eftir þínu höfði alfarið, þá er upphafið að endinum runnið upp.

Elskum hvort annað og virðum hvort annað. Jafnvel þó við séum ósammála öðru hvoru.

 

SHARE